Wednesday, December 30, 2009

Okkar maður krullumaður ársins 2009

Foringi vor er krullumaður ársins 2009. Þetta er í annað sinn sem Jón Ingi hlýtur þennan heiður og í þriðja sinn sem þessi viðurkenning kemur í hlut liðsmanna Mammúta því Óli Núma var krullukarl ársins 2008. Nánar í frétt á krulluvefnum.


Tuesday, December 15, 2009

Evrópumótið - leikur að tölum

Hér er til gamans smá tölfræði frá þátttöku okkar á Evrópumótinu:
  • 2 sigrar, 7 töp
  • 8. sæti af 10 í okkar riðli í B-flokki, fyrir ofan Slóvaka og Hvít-Rússa.
  • 16. sæti af 20 í B-flokki, fyrir ofan Litháa, Slóvaka, Serba og Hvít-Rússa.
  • 26. sæti af 30 í heildina í karlaflokki.
  • Unnum 33 umferðir, töpuðum 38 (eftir 6 leiki var þessi tala jöfn)
  • Skoruðum 44 steina, fengum á okkur 73
  • Skoruðum að meðaltali 5,9459 stig í leik, 16. sæti í B-flokki (fyrir ofan Grikki, Króata, Hvít-Rússa og Serba)
  • Fengum á okkur að meðaltali 9,8649 stig í leik, 15. sæti í B-flokki, fyrir ofan Grikki, Króata, Litháa, Hvít-Rússa og Serba
  • Unnum að meðaltali 4,19 umferðir í leik, 15. sæti í B-flokki, fyrir ofan Króata, Slóvaka, Grikki, Serba og Hvít-Rússa.
  • Töpuðum að meðaltali 5,41 umferð í leik, 15. sæti í B-flokki, fyrir ofan Króata, Litháa, Grikki, Serba og Hvít-Rússa.
  • Skoruðum að meðaltali 1,42 steina í þeim umferðum sem við unnum, 16. sæti í B-flokki, fyrir ofan Englendinga, Hvít-Rússa, Serba og Króata.
  • Fengum á okkur að meðaltali 1,83 steina í þeim umferðum sem við töpuðum, 16. sæti í B-flokki, fyrir ofan Hvít-Rússa, Króata, Serba og Litháa.
  • Mesta skor okkar í einni umferð: 4, gegn Austurríki
  • Mesta skor sem við fengum á okkur í einni umferð: 5, gegn Wales
  • Stærsti sigur: 10-4 gegn Hvíta-Rússlandi
  • Stærsta tap: 2-12 gegn Lettlandi

Úrslit leikja:
Ísland - Slóvakía ............... 8-3 (Jón Ingi, Óli, Jens, Halli)
Ísland - Ungverjaland ........ 2-9 (Jón Ingi, Óli, Jens, Svenni)
Ísland - Króatía ................ 5-8 (Jón Ingi, Óli, Svenni, Halli)
Ísland - Belgía .................. 4-8 (Jón Ingi, Jens, Svenni, Halli)
Ísland - Hvíta-Rússland ..... 10-4 (Jón Ingi, Óli, Jens, Halli)
Ísland - Austurríki ............. 5-11 (Jón Ingi, Óli, Svenni, Halli)
Ísland - Wales .................. 6-8 (Jón Ingi, Óli, Jens, Svenni)
Ísland - Lettland ............... 2-12 (Jón Ingi, Óli, Jens, Halli)
Ísland - Írland .................... 2-10 (Jón Ingi, Óli, Jens, Svenni)

Monday, December 7, 2009

Evrópumótið - nokkrar myndir





 
 
 
 

Ísland - Hvíta-Rússland (Iceland - Belarus) 10-4

Góður leikur í dag, frábær seinni hluti, unnum verðskuldaðan sigur en þurfum helst einn enn til að halda okkur í B-flokki. Meira síðar.

Good win against Belarus today, a deserved win, 10-4. We played well, particularly in the second half. But we need at least one more win to stay in B-group.

Ísland 4, Belgía 8

Hvað getur maður sagt í dag? Þegar maður spilar ekki nógu vel þá á maður ekki skilið að sigra. Liðið sem við spiluðum við er ekkert sterkara en við en ef maður spilar undir getu þá er ekki von á góðu. Við byrjuðum reyndar vel á móti Belgunum, unnum "LSD" skotið, það tókst aftur mjög vel og steinninn var aðeins um 10 sentímetrum frá miðjunni. Síðan stálum við fyrstu tveimur umferðunum en þá vöknuðu Belgar. Samt var jafnt þegar leikurinn var hálfnaður en við gerðum of mörg mistök í seinni hlutanum og gáfum Belgunum of mörg færi á að nýta sér mistök okkar. Þannig fór það.

Ef marka má aldur og fyrri störf lítum við svo á að í næsta leik sé einfaldlega skyldusigur gegn Hvít-Rússum. Í gær stakk bloggari upp á því við liðsfélaga sína að mögulega gætum við verið að fara að vinna þrjá leiki í röð (Króatía, Belgía, Hvíta-Rússland). Tveir af þessum leikjum hafa nú tapast og nú þýðir ekki að hengja haus heldur bæta spilamennskuna og vinna Hvít-Rússana. Væntanlega þurfum við þó að vinna eitthvert annað lið til viðbótar til að eiga möguleika á að halda Íslandi í B-flokki.

Sunday, December 6, 2009

Ísland - Króatía (Iceland - Croatia) 5-8

Tap í kvöld, eigum ýmislegt inni og getum gert marga hluti betur. Settum "Last Shot Draw" á punktinn, sem er jákvætt. Gáfum of mörg færi á okkur í kvöld með misheppnuðum steinum og þegar heppnin er líka oftar með hinu liðinu þá er ekki von á góðu. Á köflum sýndum við þó góða baráttu og andinn í liðinu er enn góður og á vonandi eftir að skila okkur sigrum á næstu dögum.

Það er orðið framorðið og stutt í næsta leik. Mætum Belgíu kl. 8 í fyrramálið og þegar þetta er skrifað eru rétt rúmlega sex tímar þangað til við þurfum að vakna. Klukkan fjögur á morgun mætum við svo Hvíta-Rússlandi.

Skorið í kvöld

 Ísland
    2 1
   2 x
 5
 Króatía
 1 2 1  2  1 1  x 8


We lost tonight against Croatia. We can do many things better, too often we made mistakes and gave the opponent a chance to score (which they took, of course). The "Last Shot Draw" before the game was on the button, but actually Croatia was only 2 cm short of the button. Added distance (minus worst shot) from all the games is used for final ranking of teams.

We play two games tomorrow, first at 8 am against Belgium and at 4 pm against Belarus. Chances are good but we have to play bettar - and we can play better.

Ísland - Ungverjaland (Iceland-Hungary) 2-9

Tap gegn Ungverjum í dag, 2-9. Gengur betur næst.

Ungverska liðið sem við spiluðum við í dag var greinilega mun betra en Slóvakarnir í gær, tæknilega mun betri og gerðu fá mistök. Við áttum samt ágæta möguleika en stundum vantaði lítið upp á að við næðum stigi í stað þess að gefa Ungverjunum stig. Eitt skiptið munaði aðeins um 5 sentímetrum til að við næðum stigi, annað skipti var síðasti steinn okkar nokkuð of hægur og Ungverjar fengu tvö stig. Í fimmtu umferðinni gekk ekki nógu vel að skjóta út steinum andstæðinganna og Ungverjar náðu þremur stigum. Staðan þegar leikurinn var hálfnaður var því orðin 1-7 og möguleikarnir á sigri farnir að minnka.

Eftir leikhlé áttum við enn möguleika á að skora eitt stig en síðasti steinn mistókst og Ungverjarnir fengu stigið. Staðan orðin 1-8. Þrátt fyrir erfiða stöðu náðum við að vinna umferð, minnkuðum muninn í 2-8 eftir sjöundu umferðina. Gott fyrir sjálfstraustið að ná stigi, hitta lokasteininum en samt var staðan orðin þannig að við þurftum eiginlega "slys" hjá Ungverjunum til að eiga einhvern möguleika á að snúa leiknum okkur í hag. Eina slysið hjá þeim varð bara ekki í leiknum, heldur uppi á "þjálfarabekknum" þegar þjálfarinn þeirra rak sig í kaffibollann sinn og hellti niður. Það hafði auðvitað lítil áhrif á leikinn! Ungverjarnir tóku svo eitt stig í áttundu umferðinni og þá ákváðum við að nóg væri komið, lokastaðan 2-9.

 Ísland 
    1   1    2
 Ungverjaland 
1
1
2
  3 1 1
   9

Erfiður leikur í dag, gátum gert betur í ýmsum atriðum en andstæðingurinn var mun betri en í gær, gerði fá mistök á meðan við vorum ekki að hitta alveg nógu vel.

Ísland - Ungverjaland / Iceland - Hungary

Leikur Íslands og Ungverjalands hófst kl. 12 í dag. Hægt er að fylgjast með skorinu umferð fyrir umferð "í beinni" - smellið hér.

Iceland started its game against Hungary at 12. For live scoring, click here.

Ísland - Slóvakía 8-3

Sigurinn gegn Slóvökum í dag var verðskuldaður, liðið spilaði vel þótt ýmislegt megi bæta fyrir næstu leiki. Það sem stendur upp úr er góð stemmning í liðinu sem skilað sér í sjálfstrausti og um leið því að sálrænt höfðum við yfirhöndina nánast allan leikinn. Slóvakar áttu síðasta stein í fyrstu umferðinni en tókst ekki að nýta sér það. Við skoruðum einn og það sama var upp á teningnum í næstu umferðum, við skoruðum þrátt fyrir að vera ekki með síðasta stein (kallast "að stela" umferð á krullumáli). Með góðri spilamennsku tókst okkur að gera fyrirliða Slóvakanna erfitt fyrir að ná góðum skotum í lokin og það dugði til að ná 5-0 forystu eftir fjórar umferðir. Ekki gat það þó gengið endalaust og í fimmtu umferðinni náðu Slóvakar loks stigi og stálu svo tveimur stigum í sjöttu umferðinni. En eins og þjálfarinn sagði á fundi með liðinu í kvöld: "Mammútar koma alltaf til baka." Eftir smá bakslag um miðbik leiksins náðum við aftur dampi og héldum áfram uppteknum hætti, gerðum Slóvökunum erfitt fyrir að nýta sér að vera með síðasta steininn. Þegar kom að lokaumferðinni var staðan orðin 8-3 og þurftu Slóvakar því að skora 5 steina í lokaumferðinni til að jafna. Smátt og smátt dvínuðu vonir þeirra þangað til að þeir áttu loks ekki nógu marga teina eftir til að gera jafnað leikinn. Þá létu þeir vopn niður falla og játuðu sig sigraða.

Sigurinn í dag var sálrænn, sigur samheldni og liðsheildar. Liðið spilaði vel og átti sigurinn skilið.


 Ísland 
1
1
1
2
   1
1
1
x
 8
 Slóvakía 
     1
2
   x 3

Saturday, December 5, 2009

Sigur í fyrsta leik

Íslendingar unnu fyrsta leik sinn á Evrópumótinu í Aberdeen fyrr í dag. Andstæðingarnir voru Slóvakar, úrslitin 8-3, Íslendingum í vil. Meira um leikinn síðar í dag.

Iceland beat Slovakia in their first game at the ECC earlier today, 8-3. More soon.

Friday, December 4, 2009

Opnunarhátíðin

Fyrir það fólk sem ekki hefur upplifað slíkt og var ekki á opnunarhátíðinni í Linx-skautahöllinni fyrr í kvöld þá er erfitt að lýsa tilfinningunni að vera hluti af þessum hópi og vera hluti af þessari formlegu en um leið frjálslegu og skemmtilegu opnunarathöfn. Nokkrar myndir til skýringar, að öðru leyti verður þetta ekki útskýrt frekar. Hver og einn upplifir sínar eigin tilfinningar að mæta þarna sem fulltrúi Íslands, allir nutu þess í botn og tilhlökkunin fyrir fyrsta leik kallar fram bros á liðsmönnum á sjö sekúndna fresti.











 

Nei, hún er ekki í íslenska liðinu en hefur samt komið til Íslands og keppt í krullu, Ana Håkanson Hansen er varamaður í hinu frábæra danska liði sem hefur náð silfurverðlaunum á HM, bronsi á EM og unnið fjölda móta um allan heim. Hálfur á myndinni er skoskur krullari, Mark Callan að nafni, sem vinnur við sjónvarpsútsendingar frá mótinu. Eins og áður sagði: Nýir og gamlir vinir á hverju strái.

Sjóræningjar frá Íslandi?

Stundum kemur í ljós af hverju ódýrar vörur eru ódýrar. Til dæmis þessi sólgleraugu sem bloggari keypti fyrir nokkur hundruð krónur heima á Akureyri. Þegar þau voru sett upp í föstudagssólinni í Aberdeen í dag breyttist sólgleraugnatöffarinn á svipstundu í íslenskan sjóræningja. Spurning hvor sjórán eru möguleg á frosnu vatni...


Síðustu buxurnar?

Kannski ekki þær síðustu, en þær voru of síðar. Óli Núma varð fyrir því óláni að fætur hans voru of stuttir - eða þá að skálmarnar á Henson-keppnisbuxunum voru of síðar. Hvað gerir maður þá? Jú, Óli spurðist fyrir í klúbbnum þar sem keppnin i B-flokki fer fram og að sjálfsögðu leystu hinir gestrisnu Skotar málið. Óli skildi buxurnar eftir í klúbbnum eftir hádegið í dag og svo þegar við mættum í opnunarhátíðina (í annarri keppnishöll) var skoska húsmóðirin sem stytti buxurnar komin með þær þangað og Óli gat skipt um buxur tíu sekúndum áður en opnunarathöfnin hófst.

Hér er þessi góða, skoska kona að taka við buxunum, tilbúin að stytta skálmar að ósk hins skrefstutta aðstoðarfyrirliða.


Öll hús úr krullusteinum í Aberdeen

Skotar eru skrafhreifnir og á ferðum okkar á milli hótelsins og krulluhallarinnar höfum við náð góðu sambandi við sjálfboðaliðana sem hafa ekið okkur þar á milli. Já, við höfum bílstjóra því sjálfstraustið í umferðarmálum leyfði ekki að við leigðum bíl án bílstjóra og keyrðum sjálfir á öfugum vegarhelmingi.

Í einni ferðinni kom upp umræða um hinn daufa og gráa lit allra - JÁ, ALLRA - húsa í Aberdeen. Það er eins og það sé bannað að mála hús að utan - kannski viðskiptatækifæri fyrir húsamálara á Íslandi í leit að verkefnum að sannfæra eigendur grábrúnna húsa hér um að það þurfi að mála húsin þeirra. Anyway... fróðleiksmoli dagsins er sá að flest hús í Aberdeen eru byggð úr granít. Krullusteinar eru líka búnir til úr granít - reyndar annars konar granít sem eingöngu er til á einni eyju á milli Skotlands og Írlands. En við hugsum þetta svona: Húsin hérna eru byggð úr krullusteinum.

Hér er dæmi (þið getið velt fyrir ykkur hvort þetta er gistiheimilið þar sem við búum):


Og er þetta kannski bíllinn sem við leigðum til að keyra okkur?



Nahhh.

Þrír ættliðir í einu liði, fjórir bræður í öðru, feðgar í okkar liði

Mammútar æfðu eldsnemma í morgun á keppnissvellinu, farnir af hótelinu kl. 6.55 og æfðum kl. 7.30-8.30. Góð æfing og allir orðnir spenntir að fara að spila.



Við erum búnir að hitta gamla vini og kunningja úr ýmsum liðum og komast að ýmsu skemmtilegu. Til dæmis eru þrír ættliðir í liðinu frá Eistlandi ef við höfum skilið rétt. Af eftirnöfnum að dæma er einnig líklegt að í kvennaliði Eistlands sé systir, dóttir, móðir eða eiginkona einhvers úr karlaliðinu. Áður var í liðinu faðir og tveir synir en annar sonanna er hættur í liðinu og í staðinn kominn sonarsonur fyrirliðans. Í liði Slóvaka eru fjórir bræður. Í okkar liði eru feðgar, þjálfarinn og einn leikmannanna.

Mammútar hafa fundið "stellinguna" sína fyrir myndatökur. Þjálfarinn smellti af einni eftir æfinguna í morgun, að sjálfsögðu við brautina þar sem við byrjuðum að æfa (merkt okkur og Evrópumótinu) en æfingin fór reyndar þannig fram að við prófuðum allar brautirnar, fengum tíu mínúturá hverri braut.



Skotar eru höfðingjar heim að sækja og einstaklega vingjarnlegir og gestrisnir - það kemur auðvitað ekkert á óvart. Einn úr liðinu komst að því að keppnisbuxurnar voru heldur síðar og þurfti því að finna leið til að stytta buxurnar. Það þurfti ekki annað en að nefna slíkt í krulluklúbbnum, samstundis var fundin góð kona sem kann réttu handtökin og ætlar að taka buxurnar hans Óla til meðhöndlunar. Á myndinni hér að neðan er eru fjórir úr okkar liði, þjálfarinn og einn heimamanna með einhverja beljufígúru í fanginu, held að hún heiti "Moo" - hljómar líklega fyrir belju.


Thursday, December 3, 2009

Æfingaleikur - jafntefli gegn Grikkjum

Afsakið hlé. Frá því að við yfirgáfum Reykjanesið og þangað til núna fyrr í kvöld fóru Mammútar bara ekkert á netið. Eftir ítarlega skoðun var ákveðið að taka vikunetleigu á hótelinu. Fréttaþurrð er því lokið.

Eins og við var að búast gekk ferðin út vel, flugum til Manchester og svo til Aberdeen. Á flugvellinum í Manchester var biðtíminn notaður fyrir liðsfund, þjálfarinn miðlaði okkur af reynslubrunni sínum og rætt var um hvað við þyrftum helst að æfa og helst að varast og svo framvegis. Þjálfarinn og fyrirliðinn voru að sjálfsögðu ábúðarmiklir eins og sést á myndinni.



Skemmtilegt skilti varð á vegi okkar á flugvellinum í Aberdeen og fyrirliðinn og aðstoðarfyrirliðinn tóku því nokkuð bókstaflega ef eitthvað er að marka þessa mynd sem náðist af þeim - þeim alveg að óvörum.



Í morgun var okkur ekið til Forfar, sem er bær í um 85 kílómtera fjarlægði frá Aberdeen. Þar áttum við pantaðan æfingatíma á "alvöru" svalli kl. 13-15. Fyrst tókum við góða æfingu, vöndumst svellinu og æfðum hin ýmsu skot. Þetta eru mikil viðbrigði fyrir okkur sem erum vanir að spila á skautasvellinu á Akureyri. Fjórir af fimm liðsmönnum hafa aldrei spilað krullu utan Akureyrar áður, aðeins þjálfarinn og bloggritari hafa fengið að njóta þess að komast á "alvöru" svell áður. Æfingin var okkur því mjög mikilvæg. Í gegnum Facebook höfðum við bent gríska liðinu á þetta svell og Grikkirnir æfðu þarna á sama tíma. Reyndar er gaman að segja frá því að enginn Grikkjanna hefur nokkurn tímann búið í Grikklandi. Þeir eru allir af annarri kynslóð Grikkja í öðrum löndum, fjórir búsettir í Þýskalandi og einn í Sviss - og það var svolítið skondið að sjá fimm Grikkja tala saman á þýsku! Eftir að bæði lið höfðu æft sig nokkuð vel var ákveðið að taka stuttan æfingaleik (hálfan leik miðað við lengd leikja á Evrópumótinu). Við spiluðum ágætlega miðað við aldur og fyrri störf og eftir fimm umferðir voru liðin jöfn, 5-5. Við erum ánægðir með það. Við vorum því á svellinu að æfa og spila í rúma fjóra klukkutíma í dag.















Tími til að hvíla sig, næsta æfing er á keppnissvellinu okkar kl. 7.30-8.30 í fyrramálið.

Til að fara aðeins til baka þá skemmtu fjórir úr hópnum sér vel við það þar sem við gistum í Reykjanesbæ að taka búningana upp úr Henson-töskunni og máta. Við vorum eiginlega eins og krakkar að opna jólapakka. Í morgun fyrir æfinguna fengu svo hinir tveir að skoða og máta. Flottir búningar frá Henson:




Tuesday, December 1, 2009

Komnir á Reykjanesið

Mammútar flugu suður í kvöld, einn liðsmaður og þjálfari gista í Reykjavík, fjórir fengu skutl lengra og gista hjá góðu fólki í Reykjanesbæ í nótt. Landfræðilega séð erum við í Njarðvík, skilst mér.

Liðsmönnum var létt eftir að búningarnir voru komnir í hús, flottir gallar og bolir frá Henson, úlpa frá Margt smátt og flíspeysa og buxur frá Icefin. Heil taska af fötum bættist semsagt í farangurinn og ekki laust við að við værum eins og krakkar á jólum þegar við sátum á stofugólfinu í kringum stóra, svarta Henson-tösku og "opnuðum pakkana".

Brottför klukkan 8 í fyrramálið og bráðum tími til að fara að leggja sig... nema hvað þrír liðsmenn eru núna komnir út í bílskúr með húsbóndanum að skoða byssur. Boys will be boys...

Brottför í kvöld

Það er kominn desember og fyrir okkur Mammúta þýðir það bara eitt: Í kvöld kl. 19.55 höldum við suður (ef veður leyfir) og svo til Aberdeen (með viðkomu í Manchester) á morgun.

Þrátt fyrir efnahagsþrengingar í landinu hefur okkur gengið ótrúlega vel að fá stuðning frá fyrirtækjum. Án stuðnings fjölmargra fyrirtækja hefðum við ekki getað farið í þessa ferð. Þess vegna viljum við enn og aftur þakka eftirtöldum fyrir stuðninginn:

Menningar- og viðurkenningarsjóður KEA
Líkamsræktarstöðin Bjarg
Krulludeild SA
Pharmarctica
Strikið
Fóðurverksmiðjan Laxá
Vodafone
Saga Capital
Samherji
Akureyrarbær
Greifinn
Ásprent
SS Byggir
Norðlenska
Rafeyri
Henson
Gróco
Margt smátt
Icefin
Sjóvá
Fasteignasalan Hvammur
Brynjuís
Norðurorka
N4
Fasteignasalan Byggð
VÍS
Krua Siam
Steypusögun Norðurlands
Brim
Hnýfill
Ljósgjafinn
Kælismiðjan Frost
Blikkrás
Þrif og ræstivörur
Straumrás
Hreint út
Gísli Kristinsson
Hallgrímur Valsson
Geimstofan
Arnar "Addi Rock" Sigurðsson
Makar og börn liðsmanna
Ásgrímur Ágústsson

Wednesday, November 25, 2009

Fjölmiðlar og við

Fiskisagan flýgur, fjölmiðlar segja fólki sögur af miklum afreksmönnum á leið í víking í Norður-Skotlandi. Stöð 2 hefur undir höndum viðtal og mynefni sem vonir standa til að verði birt á skjánum innan skamms. Vikudagur er samt fyrstur með fréttirnar eins og alltaf - lesist hér. Og dalvíski fréttavefurinn dagur.net segir að sjálfsögðu frétt sem tengist Dalvíkingnum fyrirliðanum okkar - lesist hér (skemmtilega lík hinni fréttinni :-) )

Friday, November 20, 2009

Mammútar - TEAM ICELAND MEN - Le Gruyère European Curling Championships 2009: Jón Ingi Sigurðsson, skip, Ólafur Freyr Númason, vice, Jens Kristinn Gíslason, 2nd, Haraldur Ingólfsson, lead, Sveinn H. Steingrímsson, alternative. Photographer: Ásgrímur Ágústsson.


Monday, November 9, 2009

Evrópumótið - upplýsingar

Frétt á vef Krulludeildar SA.

Þökkum eftirtöldum stuðninginn:
Menningar- og styrktarsjóður KEA, Líkamsræktarstöðin Bjarg, Pharmarctica, Krulludeild Skautafélags Akureyrar, Strikið, Fóðurverksmiðjan Laxá, Vodafone, Saga Capital, Samherji, Akureyrarbær, Greifinn, Norðlenska, Gróco, Sjóvá, Norðurorka, Fasteignasalan Hvammur, Brynjuís, Fasteignasalan Byggð, VÍS, Krua Siam, Steypusögun Norðurlands, Ljósgjafinn, Þrif og ræstivörur, Kælismiðjan Frost, Straumrás, Brim.

Evrópumótið (ECC) 2009 - mótherjar

Nú er komið í ljós hverjir verða mótherjar okkar á Evrópumótinu (ECC) í desember. Röðun í riðlana í B-hópnum fer eftir röð liðanna á Evrópumótinu í fyrra og andstæðingar okkar verða: Írland, Ungverjaland, Wales, Belgía, Lettland, Slóvakía, Austurríki, Króatía og Hvíta-Rússland.

Fyrsti leikur er gegn Slóvakíu laugardaginn 5. desember kl. 12 að staðartíma. Liðið mætir til Aberdeen miðvikudaginn 2. desember og á æfingatíma kl. 7.30-8.30 föstudaginn 4. desember í Curl Aberdeen krulluhöllinni.

Stuðningsaðilar liðsins eru: Menningar- og styrktarsjóður KEA, Líkamsræktarstöðin Bjarg, Pharmarctica, Krulludeild Skautafélags Akureyrar, Strikið, Fóðurverksmiðjan Laxá, Vodafone, Samherji, Akureyrarbær, Greifinn, Norðlenska, Gróco, Sjóvá, Norðurorka, Fasteignasalan Hvammur, Fasteignasalan Byggð, VÍS, Krua Siam, Steypusögun Norðurlands, Ljósgjafinn og Þrif og ræstivörur. (Vonandi eiga fleiri fyrirtæki eftir að bætast á þennan lista.)

- - -

We now know which nations we play against in Aberdeen: Ireland, Hungary, Wales, Belgium, Latvia, Slovakia, Austria, Croatia and Belarus.

Bikarmótið 2009

Bikarmótið 14.-28. október 2009

8-liða úrslit
Mammútar - Fífurnar 3-5
Liðsmenn: Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason, Jens Kristinn Gíslason, Haraldur Ingólfsson.

Akureyrarmótið 2009

Akureyrarmótið 28. september-26. október 2009
Árangur: 8. sæti, 1 sigur, 3 töp.

Liðsmenn: Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason, Jens Kristinn Gíslason, Haraldur Ingólfsson, Sveinn H. Steingrímsson.

B-riðill
Mammútar - Üllevål 2-9
(Jón Ingi, Ólafur, Jens, Haraldur)
Mammútar - Skytturnar 3-7
(Jón Ingi, Ólafur, Jens, Sveinn)
Mammútar - Fífurnar 6-1
(Jón Ingi, Ólafur, Jens, Haraldur)

Leikur um 7.-8. sæti
Mammútar - Svarta gengið 3-7
(Ólafur, Jens, Haraldur, Sveinn)

Wednesday, May 13, 2009

Landsliðið í krullu / Curling Team Iceland

Landslið íslands í krullu (curling)

Mammútar skipa nú landslið Íslands í krullu og ætla til Aberdeen í Skotlandi til þátttöku í Evrópumeistaramótinu sem haldið verður 4.-12. desember 2009. Með sigri á Íslandsmóti í krullu tryggir lið sér rétt til að leika fyrir Íslands hönd (sem landslið) á Evrópumótinu. Mammútar hafa nú í tvö ár í röð hampað Íslandsmeistaratitlinum og hafði nokkra yfirburði á Íslandsmótinu þetta árið, unnu alla leiki sína.

Eins og nafn liðsins gefur til kynna hafa menn stóra drauma en þurfa jafnframt á stuðningi að halda til að deyja ekki út. Liðsmenn hafa mikinn metnað til að keppa fyrir Íslands hönd við þá bestu frá öðrum Evrópulöndum en gera má ráð fyrir að á mótinu verði lið frá hátt í 30 Evrópulöndum. Við stefnum að sjálfsögðu að því að ná góðum árangri í mótinu en með þátttöku móti sem þessu öðlumst við sjálfir reynslu, náum framförum og getum um leið stutt við þróun og uppgang íþróttarinnar hér heima.

Landslið Íslands: Jón Ingi Sigurðsson fyrirliði, Ólafur Númason, Jens Kristinn Gíslason, Haraldur Ingólfsson og Sveinn H. Steingrímsson varamaður.

Nánari upplýsingar um liðið og þátttöku þess í mótum hér innanlands er að finna á Facebook-síðu liðsins en þar heitum við: Krulla Landslidid og á vef Krulludeildar Skautafélags Akureyrar, www.curling.is.

= = =


The Mammoths are now Curling Team Iceland and are headed to Aberdeen, Scotland to play in the European Curling Championship, December 4-12, 2009. Winning the Icelandic Championship gives a team the right to represent Iceland at the ECC. The Mammoth team has now won the Icelandic Championship two years in a row, both years without losing a game.

This website, as well as the person "Krulla Landslidid" on Facebook, are created to deliver news about the team and to seek support to pay for the cost of participating in the ECC. We are ambitious, we want to do well in Aberdeen and gain more experience at international level and by that take part in promoting and developing this wonderful sport in Iceland.

Mammoths - Curling Team Iceland: Jón Ingi Sigurðsson skip, Ólafur Númason third, Jens Kristinn Gíslason second, Haraldur Ingólfsson lead og Sveinn H. Steingrímsson alternate.

Sunday, May 10, 2009

2008-2009 - Frábær árangur / Great Season!


Óhætt er að segja að Mammútar hafi átt frábæran vetur á svellinu. Liðið stendur uppi með 5 gullverðlaun og ein silfurverðlaun eftir veturinn. Vegna mannabreytinga og anna sleppti liðið úr tveimur mótum í nóvember og desember.

Alls lék liðið 34 leiki á mótum vetrarins, vann 29, gerði eitt jafntefli og tapaði fjórum sinnum. Meðal annars fór liðið taplaust í gegnum Íslandsmótið en aðeins einu liði hefur tekist það áður. Liðið sigraði í Gimli Cup, Janúarmótinu, KEA hótel deildarkeppni Íslandsmótsins, úrslitakeppni Íslandsmótsins og Marjomótinu og endaði í 2. sæti Ice Cup, varð reyndar efst þar í undankeppninni en missti af titlinum eftir tap í úrslitaleik.

Athyglisvert er að þeir leikir sem liðið vann ekki í vetur voru bara gegn tveimur liðum, Skyttunum og Görpum. Skytturnar sigruðu Mammúta þrisvar í vetur, þar á meðal í úrslitaleik Ice Cup. Garpar náðu að vinna Mammúta einu sinni og gera einu sinni jafntefli.

Liðsmenn Mammúta í vetur voru (í stafrófsröð): Arnar Sigurðsson, Haraldur Ingólfsson, Jens Kristinn Gíslason, John Júlíus Cariglia, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason og Sveinn H. Steingrímsson. Arnar og John léku með liðinu í upphafi vetrar en lögðu svo skóna á hilluna. Jens kom inn í liðið í haust og Haraldur um áramótin. Jón Ingi og Ólafur léku með liðinu í öllum mótum vetrarins eins og þeir hafa gert frá stofnun liðsins 2004. Sveinn hefur verið varamaður í liðinu frá áramótum.

Gimli Cup 29. september-27. október 2008
1. sæti – 6 sigrar, 1 tap

Akureyrarmót og Bikarmót 2008
Mammútar tóku sér frí.

Janúarmótið 5. janúar-2. febrúar 2009
1. sæti – 5 sigrar, 1 tap.

Íslandsmótið - KEA hótel deildarkeppnin 9. febrúar – 9 .mars
1. sæti - 7 sigrar

Íslandsmótið – úrslitakeppni 13.-14. Mars
1. sæti - 3 sigrar

Marjomótið 23. mars-6. apríl
1. sæti (eftir skotkeppni) – 3 sigrar, 1 jafntefli, 1 tap

Ice Cup 30. apríl-2. maí
2. sæti – 5 sigrar, 1 tap (1. sæti í undankeppni)

= = =

It is safe to say that the team had a great season, winning 5 golds and 1 silver. We played in total 34 games, won 29, lost 4 and one ended in a tie. Three of the four lost games were against the same team, Skytturnar, the team that beat us in the final game of Ice Cup. One loss and the tie was against team Garpar.

As national champions, the team is headed to Aberdeen in December to compete in the B-group of the European Curling Championship. Last year it was the intention to play in the ECC but sudden and unexpected setbacks in the economy made that impossible.

Seven players have been associated with the team this season. In the beginning Arnar Sigurðsson and John Júlíus Cariglia started the season but then "retired". Jens Kristinn Gíslason joined the team in the beginning of the season and Haraldur Ingólfsson in the beginning of 2009. Jón Ingi Sigurðsson and Ólafur Númason have played with the team since it was formed in 2004. Sveinn H. Steingrímsson joined the team as an alternate in January.

Ice Cup 2009


Ice Cup 30/4-2/5 2009
Árangur: 2. sæti eftir tap í úrslitaleik, 5 sigrar í undankeppni
Liðsmenn: Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason, Jens Kristinn Gíslason, Haraldur Ingólfsson.

Eftir að hafa unnið alla leiki forkeppninnar hittu Mammútar á slæman dag og andstæðinga sem spiluðu mjög vel í úrslitaleiknum. Fátt gekk upp, margir steinar fóru annað en þeir áttu að fara og höfðu keppinautarnir töglin og hagldirnar næstum frá byrjun. Þegar munurinn var orðinn 7 stig eftir 7 umferðir ákváðu Mammútar að láta gott heita.

= = =

After having won all the games in the Schenkel-system, coming to the gold medal game with the record 5-0, the team did not do what they needed to do in the final, against a team that played well. Few things went right, many stones ended up where they were not supposed to end up. When the Mammoths were trailing by 7 poinst and only one end to go they decided to call it a day.

Úrslitaleikur/Gold medal game
Skytturnar 1 2 1 3 2 x 9
Mammútar 1 1 x 2










5. umferð









Mammútar 1 2 1 2 6
Riddarar 1 3 1 5










4. umferð








Víkingar 2 3 1 6
Mammútar 3 1 4 2 10










3. umferð








Mammútar 3 1 1 1 6
Bragðarefir 1 1 1 3










2. umferð








Mammútar 2 1 1 1 5
Ísmeistarar 1 1 1 3










1. umferð








Svarta gengið 1 1 1 3
Mammútar 1 4 1 1 7

Monday, April 6, 2009

Marjomótið 2009 / Marjo's Memorial 2009


Marjomótið 23. mars-6. apríl 2009
Árangur: 1. sæti, 3 sigrar, 1 jafntefli, 1 tap. 38 stig eins og Garpar, sigur í skotkeppni gegn Görpum.
Liðsmenn (frá vinstri á mynd): Haraldur Ingólfsson (1), Jón Ingi Sigurðsson skipper, Ólafur Númason (3), Jens Kristinn Gíslason (2), Sveinn H. Steingrímsson (V).


1. umferð, 23. mars 2009
Mammútar

2 x
2 4
Skyttur 2 2
x
4
8
Liðsmenn: 1. Haraldur, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi
Síðasta umferð vannst með aukaskotkeppni þar sem steinn Mammúta stöðvaðist aðeins 11 sentímetrum frá miðju en steinn frá Skyttunum var lengra frá.

2. umferð, 25. mars 2009
Mammútar
2 x 4 2 2 10
Fífur 2




2
Liðsmenn: 1. Sveinn, 2. Haraldur, 3. Jens, 4. Ólafur

3. umferð, 30. mars 2009
Mammútar 2 2 2
2 2 10
Víkingar


2

2
Liðsmenn: 1. Sveinn, 2. Haraldur, 3. Jens, 4. Ólafur

4. umferð, 1. apríl 2009
Mammútar

2 2 2 2 8
Svartagengi 2 2



4
Liðsmenn: 1. Haraldur, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi

5. umferð, 6. apríl 2009
Mammútar 2
2

2 6
Garpar
2
2 2
6
Liðsmenn: 1. Haraldur, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi

6. apríl 2009, skotkeppni til að skera úr um sigurvegara mótsins
Mammútar samtals: 321 sm
Jón Ingi = 8 sm
Haraldur = 13 sm
Ólafur = 117 sm
Jens = 183 sm

Garpar samtals: 435 sm
Björn = 183
Ólafur = 183
Árni = 35
Hallgrímur = 33

= = =

The annual competition in memoriam of one of the pioneers in curling in Iceland, Marjo Kristinsson, was played from March 23 to April 6. This competition was a novelty in one way for the Icelandic curlers, using the skins format for the first time with a slight change, giving every skin the same amount of point.

Results: Winners, tied with team Garpar in 1st place with 38 points. LSD (last shot draw) was used to decide the winner and the Mammoths won with 321 cm (Jón Ingi = 8 cm, Haraldur = 13 cm, Ólafur = 117 cm, Jens = 183 cm) against 435 cm from team Garpar.

Mammoths - Skytturnar 4-8 (last end was won by a draw to the button with 11 cm distanse)
Mammoths - Fífurnar 10-2
Mammoths - Víkingar 10-2
Mammoths - Svarta gengið 8-4
Mammoths - Garpar 6-6 (321 cm against 435 cm)