Nú er komið í ljós hverjir verða mótherjar okkar á Evrópumótinu (ECC) í desember. Röðun í riðlana í B-hópnum fer eftir röð liðanna á Evrópumótinu í fyrra og andstæðingar okkar verða: Írland, Ungverjaland, Wales, Belgía, Lettland, Slóvakía, Austurríki, Króatía og Hvíta-Rússland.
Fyrsti leikur er gegn Slóvakíu laugardaginn 5. desember kl. 12 að staðartíma. Liðið mætir til Aberdeen miðvikudaginn 2. desember og á æfingatíma kl. 7.30-8.30 föstudaginn 4. desember í Curl Aberdeen krulluhöllinni.
Stuðningsaðilar liðsins eru: Menningar- og styrktarsjóður KEA, Líkamsræktarstöðin Bjarg, Pharmarctica, Krulludeild Skautafélags Akureyrar, Strikið, Fóðurverksmiðjan Laxá, Vodafone, Samherji, Akureyrarbær, Greifinn, Norðlenska, Gróco, Sjóvá, Norðurorka, Fasteignasalan Hvammur, Fasteignasalan Byggð, VÍS, Krua Siam, Steypusögun Norðurlands, Ljósgjafinn og Þrif og ræstivörur. (Vonandi eiga fleiri fyrirtæki eftir að bætast á þennan lista.)
- - -
We now know which nations we play against in Aberdeen: Ireland, Hungary, Wales, Belgium, Latvia, Slovakia, Austria, Croatia and Belarus.
Monday, November 9, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment