Saturday, February 28, 2009

Janúarmótið 2009 / January Tournament 2009


Janúarmótið 5. janúar-2. febrúar 2009.
Liðsmenn/Players: Haraldur Ingólfsson, Jens Kristinn Gíslason, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason, Sveinn H. Steingrímsson (á myndina vantar Svein en í stað hans er hans ektakvinna, Elísabet).
Árangur: 1. sæti eftir sigur á Görpum í úrslitaleik - 5 sigrar, 1 tap.

Aftur urðu breytingar á liði Mammúta í upphafi árs 2009. Þeir Haraldur Ingólfsson og Sveinn H. Steingrímsson komu inn í liðið en þeir Arnar Sigurðsson og John Cariglia hafa lagt skóla til hliðar að sinni (spurning hvort þeir eru komnir alveg á hilluna). Uppröðun liðsins varð þá þessi:
4. Jón Ingi Sigurðsson, 3. Ólafur Númason, 2. Jens Kristinn Gíslason, 1. Haraldur Ingólfsson,
varamaður: Sveinn H. Steingrímsson.

"Hinir nýju Mammútar" byrjuðu nýjan kafla í sögu liðsins með stórum sigri, 12-1, gegn liði sem nefnir sig Pálmi Group. Liðsskipan Mammúta: 1. Haraldur, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi. Liðið var vel samstillt strax frá fyrsta steini og átti góðan leik.

Mammútar2423
1
12
Pálmi group



1

1

"The New Mamoths" begun the new era in the history of the team with a big win, 12-1, against Pálmi Group. The game was in the first round of the socalled January tournament. Mamoths playing: 1. Haraldur, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi. The team functioned well right from the first stone and played a good game.

= = =

Leikur Mammúta í 2. umferð janúarmótsins var barátta um hvern stein, hvert stig. Allar umferðir unnust með einum steini en mátti þó stundum litlu muna að skorið yrði hærra. Riddarar komust yfir í byrjun með einum steini en næstu fjórar umferðirnar unnu Mammútar, allar með einum steini. Riddarar unnu svo síðustu umferðina en aðeins með einum steini og það dugði þeim ekki. Liðsskipan: 1. Haraldur, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi.

Mammútar
1111

4
Riddarar1



1
2

The Mamoth game in the second round of this tournament was a fight for each stone, each point. All the ends were won by one stone but in some of the ends the teams were very close to score several points. Riddarar (knights) started with one in the first end followed by four one point ends by the Mamoths. Last end was Riddarar's but they only scored one, which wasn't enough to tie or win the game. Playing the game for Mamoths: 1. Haraldur, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi.

= = =


Þegar leið á leik Mammúta gegn Görpum virtist fátt geta komið í veg fyrir sigur Mammúta. Eftir fjórar umferðir var staðan orðin 6-0. En hið ómögulega gerðist: Garpar minnkuðu muninn í þrjú stig með sigri í næstsíðustu umferðinni og gerðu sér svo lítið fyrir og unnu leikinn með því að skora fjögur stig í síðustu umferðinni, úrslitin 6-7 Görpum í vil. Mammútar spiluðu vel fyrri hluta leiks en erfitt er að segja til um hvað fór úrskeiðis í lokaumferðunum. Liðsmenn Mammúta: 1. Sveinn, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi.

Mammútar1131


6
Garpar



34
7

As the Mamoth's game against team Garpar progressed, it looked like an easy win. After four ends the score was 6-0. But the impossible happened: Team Garpar scored 3 in the 5th end and won the game by scoring 4 in the final end, final score being 6-7. The Mamoths played a good game for four ends but it is difficult to say what exactly went wrong in the two last ends. Players: 1. Sveinn, 2. Jens, 3. Ólafur, 4, Jón Ingi.

= = =

Eftir tapið gegn Görpum þurftu Mammútar að vinna lokaleik sinn í riðlakeppni til að komast í undanúrslit mótsins og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leik til að sleppa við skotkeppni. Þetta gekk eftir, Mammútar sigruðu Üllevål, náðu öðru sæti riðilsins og komust í undanúrslit. En lokatölur í leiknum gegn liðinu með undarlega nafnið eru þó ekki alveg lýsandi fyrir gang leiksins því þar var spenna í hverri einustu umferð. Liðsmenn Mammúta í leiknum: 1. Haraldur, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi.

Üllevål

1



1
Mammútar13
111
7

After losing their game against the main rival of group A, the Mamoths needed to win their last game in the group and count on favourable results in another game to avoid a shoot-out for a seat in the semi final. And that is exactly what happened, the Mamoths finished number 2 in their group and secured a seat in the semi-finals. Even though the final score was 7-1, the teams were fighting for each stone, each end. Players for Mamoths: 1. Haraldur, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi.

= = =

Undanúrslitaleikurinn gegn Víkingum reyndist hörkuspennandi og eins og stundum áður í leikjum Mammúta enduðu margar umferðir með því að annað liðið skoraði aðeins einn stein. Fyrir lokaumferðina var staðan 3-2 og Mammútar með síðasta stein. Þeim tókst að gera Víkingum erfitt fyrir að koma steinum sínum á réttan stað til að gefa stig og stóðu því uppi sem sigurvegarar. Leikmenn Mammúta: 1. Haraldur, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi. Leikmenn Víkinga: 1. Jóhann Björgvinsson, 2. Kristján Bjarnason, 3. Kristján Þorkelsson, 4. Gísli Kristinsson.

Sigur í undanúrslitum þýðir að sjálfsögðu að Mammútar leika til úrslita í mótinu. Andstæðingar í úrslitaleik verða Garpar og þar gefst auðvitað tækifæri til að hefna fyrir ósigurinn í riðlakeppninni.

Víkingar

1
1

2
Mammútar11
1
2
5

The semi-final game against Vikingar (The Vikings) was even and like sometimes before in the Mamoth games, all ends were won by only one stone. Before the final end the Mamoths were up one point, 3-2. They managed to block the way for the opponent to get shot stones and won the game. Players: 1. Haraldur, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi.

Winning the semi-final game means of course a seat in the final game playing for the gold on Monday, February 2nd. Opponents will be Garpar, which means of course a chance for a revenge!

= = =

Úrslitaleikurinn í Janúarmóti Krulludeildar varð mjög spennandi og skemmtilegur fyrir áhorfendur (sem reyndar létu sig vanta). Eftir æsispennandi lokaumferðir stóðu Mammútar uppi sem sigurvegarar, fengu peninga, bikar og hádegisverð á Strikinu.

Fyrri hluti leiksins gaf ekki tilefni til að trúa á að lukkan væri á okkar bandi. Á enskunni mætti lýsa því þannig að Mammútar hafi verið „at the wrong side of the inch“ því í mörgum af okkar skotum fór steinninn tommu of langt, tommu of stutt, tommu of langt til hægri eða vinstri. Í flestum skotum munaði litlu og þar að auki voru Garpar að spila vel og gerðu þetta ekkert auðveldara fyrir okkur. Eftir þrjár umferðir vorum við lentir 0-3 undir og farið að örla fyrir kvíða í einstaka vöðvum.

En með það í huga að við vorum alls ekki að spila illa og að enn voru þrjár umferðir eftir bitum við í skjaldarrendur (sem eftir á að hyggja getur nú reynst hættulegt í frosti) og fengum lukkuna í lið með okkur. Við skoruðum tvo steina í fjórðu umferð og tvo í þeirri fimmtu og vorum því komnir einum steini yfir fyrir lokaumferðina.

Þar sem Mammútar skoruðu í fimmtu umferðinni áttu Garpar síðasta stein í sjöttu umferðinni. Þegar að lokasteininum kom var staða Mammúta mjög vænleg – raunar svo vænleg að Jón Ingi og Óli tóku „hæfæv“ og Halli rölti inn í búningsklefa til að sækja myndavél, svona til að ná stemmningunni á „filmu“. Rétt um það bil sem hann var að kveikja á myndavélinni og komast að því að rafhlöðurnar voru tómar kom síðasti steinn Garpa á rólegri siglingu, virtist vera á leið úr leið en eins og stundum áður þegar skot hefur geigað þá „geigaði“ þessi steinn mög vel, fór í annan og hann svo áfram inn í hring og inn fyrir okkar steina. Nokkur andlit duttu af Mammútum, Garpar voru búnir að jafna leikinn, 4-4, og knýja fram aukaumferð.

Aukaumferðin kórónaði skemmtilegt kvöld og spennandi leik. Mammútar virtust ætla að koma sér vel fyrir í byrjun en þá tók Ólafur vegateiknari sig til, fann hjáleið á milli tveggja steina og lagði stein inn á miðjuna. Með nokkurri snilld náðu Mammútar að svara fyrir sig, nýttu sér allþrönga leið en hittu vel á hraða og stefnu (sem er allt sem þarf) og af grafískri nákvæmni setti Jón Ingi lokasteininn sinn í gegnum hlið og náði að fjarlægja skorstein Garpanna. Görpum tókst ekki að svara fyrir sig og því fögnuðu Mammútar sigri eftir (gl)æsilegan leik, lokastaðan 7-4 þar sem Mammútar skoruðu 3 steina í aukaumferðinni.

Úrslitaleikur/Gold medal game:
Mammútar


2 2
3 7
Garpar 1 1 1

1
4

Hinir nýju Mammútar nútímans / The new modern Mammoths

Eftir nokkurra ára þátttöku í krullunni sem lýst hefur verið hér á blogginu og frábæran árangur hafa orðið breytingar á liði Mammúta. Af stofnendum liðsins eru nú aðeins tveir eftir, þeir Jón Ingi Sigurðsson foringi og Ólafur Númason aðstoðarforingi. Björgvin Guðjónsson hvarf til Danmerkur á eftir spúsu sinni fyrir keppnistímabilið 2007-2008 og þeir Arnar Sigurðsson og John Cariglia lögðu skóna til hliðar (í bili að minnsta kosti, óvíst hvort þeir eru komnir á hilluna) á haustmisseri 2008. Til upprifjunar má nefna að nokkrir aðrir hafa komið við sögu og verið á lista yfir liðsmenn Mammúta, aðallega þó sem varamenn á blaði en hafa lítið komið við sögu á svellinu. Þetta eru þeir Baldvin Zophoníasson, Hörður Rúnarsson og Gísli Dúa Hjörleifsson.

Eins og alheimur veit er lið Mammúta ríkjandi Íslandsmeistarar og stefnir að sjálfsögðu að því áfram eins og hingað til að vera ávallt á toppnum, fara í hvern leik til að sigra og hvert mót til að enda á toppnum. Maður og menn koma í manns og manna stað. Í stað þeirra sem nú hafa hætt að venja komu sína á svellið hafa þeir Jens Kristinn Gíslason, Haraldur Ingólfsson og Sveinn H. Steingrímsson nú gerst Mammútar.

= = =

After few years of curling and outstanding performances, the Mammoth team has now undergone changes. Only two of the founders are still with the team; Jón Ingi Sigurðsson (skip) and Ólafur Númason (vice). Björgvin Guðjónsson went to Denmark before the 2007-2008 season, following his spouse. Arnar Sigurðsson and John Cariglia retired (for now at least) at the first half of the 2008-2009 season. A few others have made their way into the Mammoth's history, mainly as fifth players on paper without playing much of actual curling. That list includes Baldvin Zophoníasson, Hörður Rúnarsson and Gísli Dúa Hjörleifsson.

As universally known, the Mammoth team won the Icelandic championship last season and the goal is as it always has been, to be always number one, play each game to win and each tournament to finish number one. The remaining Mamoths now have new team mates to take on the upcoming challenges. Those are Jens Kristinn Gíslason, Haraldur Ingólfsson and Sveinn H. Steingrímsson.

Gimli Cup 2008


Gimli Cup 29. september-27. október 2008
Liðsmenn: Arnar Sigurðsson, Jens Kristinn Gíslason, John Cariglia, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason.

Árangur: 1. sæti - 6 sigrar, 1 tap.

Mammútar – Riddarar 5-4
Mammútar – Bragðarefir 8-5
Mammútar – Fífurnar 7-2
Mammútar – Garpar 6-4
Mammútar – Víkingar 11-3
Mammútar – Skytturnar 2-7
Mammútar – Svarta gengið 7-3

Mammútar hafa ávallt verið ofarlega í Gimli Cup frá því þeir hófu krulluiðkun. Þeir lentu í 4. sæti 2005, unnu 2006 og lentu í 2. sæti 2007. Með nýjan liðsmann í sínum röðum, Jens Kristinn Gíslason, unnu Mammútar Gimli Cup í annað sinn á þremur árum.

Öll úrslit í excel-skjali hér.

= = =

Results: Winners of Gimli Cup - 6 wins, 1 loss

The Mammoths have from the beginning of their curling career been close to the top in the Gimli Cup. They were 4th in 2005, won the cup in 2006, 2nd in 2007. With a new player, Jens Kristinn Gíslason, the Mammoths won the Gimli Cup for the second time in three years.

All results: Click here.

Ice Cup 2008

Ice Cup 1.-3. maí 2008 / Ice Cup, May 1-3, 2008

Liðsmenn/Players: Arnar Sigurðsson, Gísli Dúa Hjörleifsson, John Cariglia, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason.

Árangur: B-meistarar, 9. sæti yfir allt - 3 sigrar, 2 töp.

Mammútar – Víkingar 4-6
Mammútar – GNCC 5-6
Mammútar – Skytturnar 8-3
Mammútar – Margarita C/A 7-2
Mammútar – Bragðarefir 9-5

Öll úrslit í excel-skjali hér.

= = =

Results: B-champions, 9th place overall - 3 wins, 2 losses.
All results: Click here.

Íslandsmótið 2008 / National Championship 2008


Íslandsmótið 4. febrúar-7. apríl 2008, úrslitakeppni 11.-12. apríl 2008
Liðsmenn/Players: Arnar Sigurðsson, Gísli Dúa Hjörleifsson, John Cariglia, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason.

Eftir þrjú og hálft ár í krullunni og nokkrar tilraunir var loks komið að því að Mammútar nældu sér í Íslandsmeistaratitilinn. Þetta var í annað sinn sem þeir komust alla leið í úrslitaleik um titilinn.

Árangur í undankeppni: 1. sæti - 8 sigrar, 1 jafntefli, 1 tap
Mammútar – Svarta gengið 5-4
Mammútar – Víkingar 7-6
Mammútar – Fífurnar 8-2
Mammútar – Bragðarefir 6-5
Mammútar – Riddarar 4-4
Mammútar – Skytturnar 6-5
Mammútar – Kústarnir 7-1
Mammútar – Norðan 12 7-4
Mammútar – Garpar 5-8
Mammútar – Fálkar 8-5

Öll úrslit í undankeppninni í excel-skjali hér.

Árangur í úrslitakeppni (11.-12. apríl 2008): Íslandsmeistarar, 3 sigrar.
Mammútar – Norðan 12 7-6
Mammútar – Garpar 6-5

Úrslitaleikur:
Mammútar – Víkingar 9-3

Öll úrslit í úrslitakeppninni í excel-skjali hér.

= = =

After three and a half years of curling and in their third attempt with the National Championship, The Mammoths came, saw and conquered.

Results in qualifying rounds: 1st place, 8 wins, 1 tie, 1 loss.
Results in the finals: 2 wins + win in the gold medal game.

All resutls in the qualifying rounds: Click here.
All results in the finals: Click here.

Akureyrarmótið 2007 / Akureyri Championship 2007

Akureyrarmótið 12. nóvember 2007-14. janúar 2008
Liðsmenn: Arnar Sigurðsson, Gísli Dúa Hjörleifsson, John Cariglia, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason.

Gísli Dúa Hjörleifsson kom inn í liðið sem varamaður fyrir þetta mót.

Árangur: 9. sæti, 3 sigrar, 2 jafntefli, 4 töp

Mammútar – Skytturnar 2-11
Mammútar – Riddarar 11-3
Mammútar – Norðan 12 8-4
Mammútar – Fífurnar 6-4
Mammútar – Bragðarefir 6-8
Mammútar – Garpar 3-9
Mammútar – Kústarnir 5-9
Mammútar – Svarta gengið 7-7
Mammútar – Víkingar 5-5

Öll úrslit í excel-skjali hér.

= = =

Results: 9th place - 3 wins, 2 ties, 4 losses.
All results: click here.

Gimli Cup 2007


Gimli Cup 1. október-5. nóvember 2007
Liðsmenn: Arnar Sigurðsson, John Cariglia, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason.

Sú breyting varð á liðinu haustið 2007 að Björgvin Guðjónsson yfirgaf liðið, ekki bara liðið heldur landið því hann flutti til Danmerkur.

Árangur: 2 sæti - 6 sigrar, 3 töp.

Mammútar – Bragðarefir 4-5
Mammútar – Norðan 12 7-6
Mammútar – Fífurnar 5-4
Mammútar – Svarta gengið 3-4
Mammútar – Víkingar 5-4
Mammútar – Kústarnir 5-4
Mammútar – Garpar 2-5
Mammútar – Skytturnar 4-3
Mammútar – Riddarar 8-1

Öll úrslit í excel-skjali hér.

= = =

Results: 2nd place - 6 wins, 3 losses
All results: click here.

One of the original Mammoths, Björgvin Guðjónsson, moved to Denmark and obviously, left the team at the same time.

Ice Cup 2007

Ice Cup 27.-29. apríl 2007
Liðsmenn: Arnar Sigurðsson, Björgvin Guðjónsson, John Cariglia, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason.
Árangur: 5. sæti - 3 sigrar, 2 töp.

Mammútar - Hittnir 5-8
Mammútar - Fífurnar 16-3
Mammútar - Svarta gengið 7-1
Mammútar - Hacks 2-14
Mammútar - Garpar 8-5

Öll úrslit í excel-skjali hér.

= = =

Results: 5th place - 3 wins, 2 losses
All results: Click here.

Íslandsmótið 2007 / National Championship 2007

Íslandsmótið 5. febrúar-21. mars 2007
Liðsmenn/Players: Arnar Sigurðsson, Björgvin Guðjónsson, John Cariglia, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason.
Árangur: 4. sæti í undankeppni á Akureyri - 6 sigrar, 3 töp. 8. sæti í úrslitum - 3 töp.

Undankeppnin/Qualification:
Mammútar – Norðan 12 5-3
Mammútar – Kústarnir 6-3
Mammútar – Garpar 8-4
Mammútar – Skytturnar 0-8
Mammútar – Fífurnar 4-3
Mammútar – Bananananas 5-2
Mammútar – Bragðarefir 5-3
Mammútar – Víkingar 2-8
Mammútar – Fálkar 4-3

Öll úrslit í undankeppninni í excel-skjali hér.

Úrslitakeppni/Finals:
Mammútar – Víkingar 1-10
Mammútar – Skytturnar 3-5
Mammútar – Fálkar 4-10

Öll úrslit í úrslitakeppninni í excel-skjali hér.

= = =

Results: 4th place in the qualifyiing rounds - 6 wins, 3 losses. 8th place in the finals - 3 losses.

All results from the qualifying rounds: click here.
All results from the finals: click here.

Akureyrarmótið 2006 / Akureyri Championship 2006


Akureyrarmótið 29. nóvember 2006-29. janúar 2007
Liðsmenn/Players: Arnar Sigurðsson, Björgvin Guðjónsson, John Cariglia, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason.

Árangur: 1. sæti - 7 sigrar, 1 jafntefli, 2 töp.
Akureyrarmeistarar annað árið í röð.

Mammútar – Bananananas 11-1
Mammútar – Bragðarefir 4-3
Mammútar – Kústarnir 6-4
Mammútar – Svörtu pardusarnir 10-3
Mammútar – Skytturnar 8-6
Mammútar – Víkingar 3-9
Mammútar – Fífurnar 2-9
Mammútar – Garpar 4-4
Mammútar – Norðan 12 6-5
Mammútar – Fálkar 7-5

Öll úrslit í excel-skjali hér.

= = =

Results: Winners, defended their title from last year - 7 wins, 1 tie, 2 losses.
All results - Click here.

Bikarmótið 2006 / Akureyri Cup 2006

Bikarmótið 22. nóvember-4. desember 2006
Liðsmenn/Players: Arnar Sigurðsson, Björgvin Guðjónsson, John Cariglia, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason.
Árangur: Féllur úr leik í átta liða úrslitum - 1 sigur, 1 tap.

Mammútar - Bragðarefir 6-3
Mammútar - Skytturnar 3-8

Öll úrslit í excel-skjali hér.

= = =

Results: Knocked out in quarter final - 1 win, 1 loss.
Results - click here.

Gimli Cup 2006


Gimli Cup 2. október-13. nóvember 2006
Liðsmenn/Players: Arnar Sigurðsson, Björgvin Guðjónsson, John Cariglia, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason.

Árangur: 1. sæti, 5 sigrar, 2 jafntefli, 1 tap

Mammútar – Garpar 3-7
Mammútar – Skytturnar 4-3
Mammútar – Svörtu pardusarnir 6-6
Mammútar – Kústarnir 8-3
Mammútar – Víkingar 4-6
Mammútar – Sauðir 6-3
Mammútar – Fálkar 13-5
Mammútar – Bragðarefir 5-3
Mammútar – Fífurnar 5-5

Öll úrslit í excel-skjali hér.
= = =

Results: Winners - 5 wins, 2 ties, 1 loss
All results - click here.

Ice Cup 2006


Ice Cup 28.-30. apríl 2006
Liðsmenn/Players: Arnar Sigurðsson, Björgvin Guðjónsson, John Cariglia, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason.

Árangur: 7. sæti - 2 sigrar, 1 jafntefli, 2 töp.

Mammútar - Kústarnir 8-5
Mammútar - Skytturnar 4-3
Mammútar - Ókunnugir 1-10
Mammútar - Fífurnar 3-6
Mammútar - Krullus Maximus 7-7

Á lokahófi mótsins tóku Mammútar sig til og gerðu tvo leikmenn annarra liða að heiðursmammútum. Þetta voru þau Richard Maskel frá Bandaríkjunum, sem spilaði hér með liðinu Ókunnugir og leiddi það til sigurs á mótinu, og Svanfríður Sigurðardóttir, liðsstjóri Fífanna. Mammútarnir vöktu jafnframt athygli fyrir einstaklega frumleg höfuðföt sem þeir höfðu látið framleiða fyrir sig til að sýna að þeir eru alvöru mammútar. Mammútum var af mótsnefndinni falið það verkefni að stýra lokahófinu og sjá um verðlaun og vöktu þau einnig athygli fyrir frumleika.

Öll úrslit í excel-skjali hér.

= = =

Resutls: 7th place, 2 wins, 1 tie, 2 losses.

At the final party, The Mammoths honoured two of their opponents and made them honourary Mammoths. Those were Richard Maskel from USA, who lead his team of three nationalities to victory in the bonspiel, and Svanfríður Sigurðardóttir, the skip of the Icelandic team Fífurnar. The Mammoths also drew attention to themselves by wearing new, very original, hats to show they are real Mamoths. The Mammoths were by the organizing committee, asked to handle the prices for the bonspiel and once again they showed their originality of mind.

Results - click here.

Íslandsmótið 2006 / The National Championship 2006


Íslandsmótið 20. mars-1. apríl 2006.
Liðsmenn/Players: Arnar Sigurðsson, Björgvin Guðjónsson, John Cariglia, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason.

Árangur: 2. sæti eftir tap gegn Skyttunum í úrslitaleik - 4 sigrar, 1 tap.

Undankeppni/Qualifications
Mammútar – Sauðir 6-3 6-3
Mammútar – Víkingar 7-0 7-0


Úrslitakeppni/Finals
Átta liða úrslit/Quarter final
Mammútar - Hittnir 6-3


Undanúrslit/Semi-final
Mammútar - Sauðir 8-3


Úrslitaleikur/Final
Mammútar - Skytturnar 2-8

Öll úrslit í excel-skjali hér.

= = =

Results: Runners up after losing gold medal game.
All results - click here.

Mánaðarmótið 2006 / The One Month Tournament 2006


Mánaðarmótið 13. febrúar-8. mars 2006
Liðsmenn/Players: Arnar Sigurðsson, Björgvin Guðjónsson, John Cariglia, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason.

Árangur: 2. sæti - 3 sigrar, 1 tap.

Mammútar – HASS 7-5
Mammútar – Fífurnar 6-5
Mammútar – Norðan 12 8-1
Mammútar – Fálkar 5-6

Öll úrslit í excel-skjali hér.

= = =

This was a kind of a points spiel, which is not used very often in Iceland.
All results - click here.

Marjomótið 2006 / Marjo's Memorial 2006


Marjomótið 16. janúar-6. febrúar 2006
Liðsmenn/Players: Arnar Sigurðsson, Björgvin Guðjónsson, John Cariglia, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason.
Árangur: 1. sæti eftir sigur á Kústunum í úrslitaleik - 5 sigrar, 2 töp.

Mammútar - Ernir 11-1
Mammútar - Kústar 4-8
Mammútar - Garpar 8-4
Mammútar - Sauðir 7-4
Mammútar - Fífur 2-7


Undanúrslit/Semi final

Mammútar - Víkingar 10-2


Úrslitaleikur/Final
Mammútar - Kústarnir 7-6

Mammútar skriðu inn í fjögurra liða úrslitin eftir að hafa lent í 2.-3. sæti í B-riðli með 3 sigra af 5 ásamt Görpum. Innbyrðis viðureign þessara liða fleytti Mammútunum í keppni fjögurra efstu. Þar sigruðu þeir fyrst Víkinga í undanúrslitum og tóku svo Kústana í úrslitaleik, en Kústarnir höfðu unnið B-riðilinn örugglega með þremur stigum meira en Mammútar og Garpar. Mammútar unnu þarna sitt annað mót eftir aðeins rúmlega 15 mánaða krulluiðkun.

Öll úrslit í excel-skjali hér.

= = =

Results: Winners, after beating Kústarnir in the finals - 5 wins, 2 losses.

The Mammoths limped into the semi-final after finishing 3-2 in Heat A, equal to Garpar but advanced on their win against Garpar. In the semi-final, they beat Víkingar and then they beat Kústarnir in the final, the team that had previously won Heat A. With this win, the Mammoths won their second tournament after being in curling for little over 15 months.

Results - http://sasport.is/skrar/.xls/krulla_minningarmot_marjo_2006.xls

Bikarmótið 2005 / Akureyri Cup 2005


Bikarmótið 5.-12. desember 2005

Liðsmenn / Players: Arnar Sigurðsson, Björgvin Guðjónsson, John Júlíus Cariglia, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason.

Árangur: 3.-4. sæti - 1 sigur, 1 tap.

Mammútar - Garpar 5-2
Mammútar - Fálkar 2-9

Öll úrslit í excel-skjali hér.

= = =

Results: Knocked out in semi finals.
All results - click here.

Akureyrarmótið 2005 / Akureyri Championship 2005


Akureyrarmótið 2.-23. nóvember 2005

Liðsmenn: Arnar Sigurðsson, Björgvin Guðjónsson, John Júlíus Cariglia, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason.
Árangur: Akureyrarmeistarar - 5 sigrar, 1 tap.

Mammútar – Fálkar 5-2
Mammútar – Sauðir 11-4
Mammútar – Garpar 4-3
Mammútar – Skytturnar 6-7
Mammútar – Skytturnar 5-3
Mammútar – Skytturnar 7-2

Eftir aðeins um eitt ár á svellinu, ágætan árangur í nokkrum mótum en síðri í sumum, unnu Mammútar sitt fyrsta krullumót og urðu Akureyrarmeistarar 2005. Sérstakt keppnisfyrirkomulag gerði það að verkum að Mammútar léku þrisvar í röð, þrjá síðustu leiki sína, gegn sama liðinu, Skyttunum.

= = =

Results: Winners, Akureyri Champions 2005 - 5 wins, 1 loss.

After only a year on the ice, some good results and some not as good, the Mammoths won their first curling tournament, becoming Akureyri Curling Champions of 2005. Unusual system of play lead them to play three times in a row, last three games, against the same team.

Gimli Cup 2005

Gimli Cup 3.-24. október 2005
Liðsmenn / Players: Arnar Sigurðsson, Björgvin Guðjónsson, John Júlíus Cariglia, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason.

Árangur: 4. sæti eftir tap í bronsleik - 3 sigrar, 2 töp

Mammútar - Norðan 12 8-5
Mammútar - Kústarnir 6-4
Mammútar - Skytturnar 2-4
Mammútar - Garpar 6-3


Bronsleikur:
Mammútar - Fálkar 5-11

= = =

Results: 4th place after losing bronze medal game. 3 wins, 2 losses.

Ice Cup 2005


Ice Cup 5.-7. maí 2005
Liðsmenn / Players: Arnar Sigurðsson, Björgvin Guðjónsson, Hörður Rúnarsson, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason.

Árangur: 1. sæti í A-riðli eftir skotkeppni gegn USWCA og Kústunum, 4. sæti í heild eftir tap í bronsleik. 2 sigrar, 3 töp.

A-riðill / Heat A
Mammútar – USWCA 2-5
Mammútar – Kústarnir 7-4
Mammútar – GGT 6-2


Undanúrslit / Semi-final
Mammútar - Fimmtíuplús 4-9


Bronsleikur / Bronze medal game
Mammútar - Skytturnar 5-6

Mammútarnir komu skemmtilega á óvart þegar þeir, á sínu fyrsta alþjóðlega móti í krullu, urðu jafnir Kústunum og bandarísku vinkonunum okkar í USWCA þannig að liðin þurftu að fara í skotkeppni. Þar brilleruðu Mammútar (leit stendur yfir að nákvæmum tölum) í skotkeppninni og fóru því í keppni fjögurra efstu ásamt sigurvegurum hinna riðlanna. Í undanúrslitum töpuðu þeir fyrir Fimmtíuplús og í bronsleiknum töpuðu þeir naumlega fyrir Skyttunum. Í þeim leik urðu Mammútar fyrir því óhappi að mikilvægur steinn sem var á hárréttri leið lenti á einhverju rusli og breytti um stefnu. Sagnir herma að þetta atvik hafi ráðið úrslitum um það að þeir urðu af bronsverðlaununum í hendurnar á Skyttunum.

Öll úrslit mótsins í excel-skjali hér.

= = =


Results: 1st place of Heat A after LSD against USWCA and Kústarnir. 4th place overall after loss in the bronze medal game. 2 wins, 3 losses.

The Mammoths were a pleasant surprise at their first international curling bonspiel, finished even to Kústarnir and our American friends in USWCA in heat A so that the teams had to go to shootout (LSD, Last stone draw). The Mammoths simply nailed it (we are looking for the exact numbers) and thus went to the finals against the winners of the other three heats. In the semi-final thei lost to Fimmtíuplús (50+ team) and in the bronze medal game they lost to Skytturnar. In that game, a crucial stone from the Mammoths caught some debris and went off its path. There was talk that this actually cost them the bronze medal.

All results - click here.

Marjomótið 2005 / Marjo's Memorial 2005


Marjomótið 30. mars-27. apríl 2005
Árangur: 5. sæti í A-riðli og þar með 9. (neðsta) sæti mótsins. - 1 sigur, 3 töp.

Mammútar – Skytturnar
3-7
Mammútar – Fimmtíuplús
4-5
Mammútar – Fífurnar & fræið
10-0
Mammútar – Sauðir
3-6

Öll úrslit mótsins í excel-skjali hér.

= = =

Results: 5th place in heat A, and 9th (last) place overall - 1 win, 3 losses.
All results - click here.

Íslandsmótið 2005 / The National Championship 2005


Íslandsmótið 31. janúar-9. mars 2005
Árangur: 5.-6. sæti - 3 sigrar, 1 jafntefli, 4 töp

Mammútar - Sauðagærurnar 6-5
Mammútar - Ísmeistarar 3-4
Mammútar - Ernir 3-5
Mammútar - Skytturnar 4-4
Mammútar - Fífurnar og fræið 6-2
Mammútar - Ísbrjótar 6-3
Mammútar - Kústarnir 2-8
Mammútar - Fimmtíuplús 3-14

Mammútar sýndu á sínu fyrsta Íslandsmóti að árangurinn í Akureyrarmótinu um haustið var engin tilviljun. Bloggritari minnist sérstaklega leiks Mammúta við Skytturnar (þar sem hann var þá liðsmaður) en leikurinn endaði 4-4. Snemma í leiknum var vafamál hvort liðið átti stein sem gaf stig og hefði verið réttast að grípa til mælingar. Undirritaður ásamt Árna Ara, liðsfélaga í Skyttunum, hugsaði (eða sagði) þá sem svo að Mammútar fengju stigið, það þyrfti ekki að vera að mæla þetta og allt í lagi að gefa stigið því engin hætta á öðru en að við myndum vinna Mammútana. Annað kom á daginn, leikurinn endaði með jafntefli og lærdómurinn einfaldlega sá að ef það er minnsti vafi á því hvor steinninn er nær er alltaf rétt að mæla.

Allar upplýsingar um mótið í excel-skjali hér.

= = =

Results: Seat 5-6
3 wins, 1 tie, 4 losses
(see all games above)

The Mammoths clearly showed in their first National Championship that the results from the Akureyri Championship in the fall were no coincidence. The author of this blog remembers well one game from this tournament, when he was curling with Skytturnar and their game against the Mammoths resulted in a tie, 4-4. Early in the game there were doubts which team had shot stone and the correct thing would have been to measure. But I, together with my team mate in Skytturnar though (or said) that it was ok to let the Mammoths have the point because we would win them anyway. Well, the numbers say otherwise and what we learned from this was that if there is a slightest doubt, then we should measure.

All results from this National Championship - click here.

Friday, February 27, 2009

Bikarmótið 2004 / Akureyri Cup 2004


Bikarmót Krulludeildar 22. nóvember-1. desember 2004
Akureyri Cup, November 22 - December 1, 2004

Árangur: Féllu úr leik í fyrstu umferð (þrátt fyrir nákvæmar mælingar, sjá mynd).
Results: Knocked out in first round (inspite of thorough measurements, see picture).

Liðsmenn/Players: Arnar Sigurðsson, Björgvin Guðjónsson, Hörður Rúnarsson, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason.

Mammútar – Sauðir 3-5

Öll úrslit í excel-skjali hér.
All results - click here.

Akureyrarmótið 2004 / Akureyri Championship 2004


Akureyrarmótið 13. október-15. nóvember 2004
Liðsmenn/Players:
Arnar Sigurðsson, Björgvin Guðjónsson, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason. Á myndina vantar Baldvin Zophoníasson og Hörð Rúnarsson.
Bold
Árangur: 6. sæti - 3 sigrar, 1 jafntefli, 4 töp
Results:
6th place - 3 wins, 1 tie, 4 losses

Mammútar – Ísmeistarar
5-7
Mammútar – Fálkar
4-10
Mammútar – Grænjaxlar 7-2
Mammútar – Tígrarnir
6-6
Mammútar – Kústarnir
0-12
Mammútar – Víkingar 3-6
Mammútar – Garpar 5-4
Mammútar – Ernir 6-2

Úrslitablað mótsins á curling.is / All results on curling.is.

Thursday, February 26, 2009

Mammútar nútímans / The modern Mammoths

Víkur þá sögunni endanlega til nútímans. Við erum komin inn í 21. öldina, fjögur ár liðin frá 12.000 ára afmæli brotthvarfs síðustu mammútanna á meginlandi Evrópu. Árið er 2004. Strákarnir á Geimstofunni fréttu af undarlegri íþrótt sem stunduð var í Skautahöllinni á Akureyri og ákváðu að prófa. Þeir mættu á svellið, lærðu grundvallarreglurnar og æfðu sig smá. Eftir þetta eina kvöld skráðu þeir sig í sitt fyrsta mót, Akureyrarmótið 2004. Í fréttum af mótinu eru notuð hugök eins og "óvængur sigur" og "spútniklið mótsins". Í frétt á www.curling.is að móti loknu var meðal annars þessi klausa: "Segja má að Mammútar séu spútniklið mótsins. Þetta glænýja lið vann þrjá leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði 4 leikjum. Curling.is tekur ofan fyrir nýjum leikmönnum og nýjum liðum sem sett hafa skemmtilegan svip á krulluna í haust - og sett strik í reikning eldri og reyndari liða."

Liðsmenn Mammúta í þessu fyrsta móti voru: Arnar Sigurðsson, Baldvin Zophoníasson, Björgvin Guðjónsson, Hörður Rúnarsson, Jón Ingi Sigurðsson og Ólafur Númason. Baldvin vakti reyndar fljótt meiri athygli á svellinu fyrir tilburði með tökuvél en krulluiðkunina sjálfa. Í fyrstu voru það hins vegar Arnar, Björgvin, Jón Ingi og Ólafur sem spiluðu flesta leikina.

Liðið vakti strax í upphafi athygli fyrir frumleika, nafnið var skemmtilegt og "mammútafagnið" þekkja allir. Fljótlega vöknuðu þó spurningar um það hvernig strákarnir gátu vitað hvernig raunverulegir mammútar hljómuðu fyrir nokkur þúsund árum.

Á morgun: Tölurnar úr fyrsta mótinu.

= = =

Lets turn to the present time. We are now in the 21st century, four years after the 12000 anniversary of the mammoth's last "seen" on the continent of Europe. It's the year 2004. The boys at Geimstofan advertising agency heard about a strange sport that some people were enjoying in Akureyri Skating Arena. They decided to try. They came, they learned a little, they practiced a little one night and then they signed up for their first tournament. This was the 2004 Akureyri Championship.

News from that time tell of unexpected wins and a team that was rocking the Akureyri curling world. This brand new team won three games, made one tie and lost 4 games in their first tournament.

The Mammoths in this first tournament were: Arnar Sigurðsson, Baldvin Zophoníasson, Björgvin Guðjónsson, Hörður Rúnarsson, Jón Ingi Sigurðsson and Ólafur Númason. Baldvin actually was more active with his video camera than throwing stones. At first the most active ones were Arnar, Björgvin, Jón Ingi and Ólafur.

The team got immediately the attention of other curlers. The name was special and everyone knows "the Mammoth win roar". Soon, questions were asked about how the guys could know what real Mammoths sounded like a few thousand years back.

Tomorrow: Numbers from their first tournament.

Wednesday, February 25, 2009

Hinir fyrstu Mammútar V / The First Mammoths V

Til frekari útkskýringa er rétt að staðsetja þessi furðudýr nákvæmlega samkvæmt flokkunarkerfi dýrafræðinnar:

Ríki (Kingdom): Dýraríkið (Animalia)
Fylking (Phylum): Seildýr (Chordata)
Flokkur (Class): Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur (Order): Fílar (Proboscidea)
Fjölskylda (Family): Fílar (Elephantidae)
Ættkvísl (Genus): Mammútar (Mammuthus)

Þekktar tegundir Mammúta:

Afríski mammúturinn - Mammuthus africanavus - African mammoth
Kólumbíski mammúturinn - Mammuthus columbi - Columbian mammoth
Dvergmammúturinn - Mammuthus exilis - Pygmy mammoth
Keisaramammúturinn - Mammuthus imperator - Imperial mammoth
Jeffersoníski mammúturinn - Mammuthus jeffersonii - Jeffersonian mammoth
Steppumammúturinn - Mammuthus trogontherii - Steppe mammoth
Suðræni mammúturinn - Mammuthus meridionalis - Southern mamoth
Suður-afríski mammúturinn - Mammuthus subplanifrons - South African mammoth
Ullarmammúturinn - Mammuthus primigenius - Woolly mammoth
Sardínski dvergmammúturinn - Mammuthus lamarmorae - Sardinian dwarf mammoth
Songhuaármammúturinn - Mammuthus sungari - Songhua River mammoth

Nýuppgötvuð tegund mammúta:

Krullumammúturinn - Mammuthus curlingii - The Curling mammoth

Og nú geta menn auðvitað skemmt sér við það að flokka hina einstöku Mammúta nútímans, sem flestir heyra væntanlega undir síðustu skilgreininguna, undir mismunandi flokka hinna fyrri mammúta eftir ætluðum skyldleika. Hér lýkur þá hinum forntengda hluta af sögu Mammúta en á morgun upphefst upprifjun á afrekum þeirra á svelli Skautahallarinnar á Akureyri.

= = =

The list above shows the classification and different species of Mammoths, first Icelandic names, then Latin names and then English. And now, people can of course enjoy finding out to which of the ancient species each of the modern Mammoths is related to, although they probably all belong to the species last on the list, the Curling Mammoth. This concludes our interpretation of the ancient history of Mammoths. Tomorrow we will start telling about the glorious achievments of the Mammoths on the ice of the Akureyri Skating Arena.

Tuesday, February 24, 2009

Hinir fyrstu Mammútar IV / The First Mammoths IV

Síðasta tegund þessarar ættkvíslar var mammuthus primigenius (woolly mammoth eða loðfíll). Flestir hópar loðfílsins, eða ullarmammútsins eins og gaman væri að kalla hann út frá enska heitinu, í Norður-Ameríku og Evrasíu luku jarðvist sinni við lok síðustu ísaldar. Þangað til nýlega var almennt talið að hinir síðustu ullarmammútar hafi horfið frá Evrópu og Suður-Síberíu um 10000 árum fyrir Krist en nýjar uppgötvanir sýna að einhverjir hafi ákveðið að vera um tvö þúsund árum lengur og ekki dáið fyrr en um 8000 árum fyrir Krist. Örlitlu síðar hurfu síðustu ullarmammútarnir frá meginlandi Norður-Síberíu. Ullarmammútar og Kólumbíumammútar hurfu frá meginlandi Norður-Ameríku við lok ísaldar. Lítill hópur lifði á eyjunni St. Paul við Alaska í nokkur þúsund ár til viðbótar eða þangað til um 3750 fyrir Krist og litlu mammútarnir á Wrangel-eyju héldu haus allt fram til 1650 fyrir Krist.

Þegar hinir nýju Mammútar komu fram á sjónarsviðið voru því að minnsta kosti 3.659 ár liðin frá því að slíkir sáust síðast á jörðinni og enn lengra, eða 12.004 ár, frá því slíkir voru á ferð í Evrópu.

= = =

The woolly mammoth was the last species of the genus. Most populations of the woolly mammoth in North America and Eurasia died out at the end of the last Ice Age. Until recently, it was generally assumed that the last woolly mammoths vanished from Europe and Southern Siberia about 10,000 BCE, but new findings show that some were still present there about 8,000 BCE. Only slightly later, the woolly mammoths also disappeared from continental Northern Siberia. Woolly mammoths as well as Columbian mammoths disappeared from the North American continent at the end of the ice age. A small population survived on St. Paul Island, Alaska, up until 3,750 BCE, and the small mammoths of Wrangel Island survived until 1,650 BCE.

When the New Mammoths appeared, at least 3.659 years had passed since Mammoths were last seen on earth, and even longer, abaout 12.004 years, since such creatures were on the move in Europe.

Monday, February 23, 2009

Hinir fyrstu Mammútar III / The First Mammoths III

Heitið mammútur (loðfíll) nær yfir allar tegundir hinnar útdauðu ættkvíslar mammuthus. Þetta eru einfaldlega ýmiss konar fílar sem eru af ættbálk fíla og náskyldir nútímafílum, oft með óvenju langar tennur (hinar lengstu allt að fjögurra metra langar) og þeir hinir nyrðri af þessum tegundum voru þaktir löngum hárum. Þeir voru uppi allt frá því fyrir um 4,8 milljónum ára þangað til fyrir um 4500 árum, eða lengur eftir því á hvaða tegund eða svæði er litið. Heitið mammútur (mammoth) er komið úr rússnesku (мамонт), líklega þangað komið úr Vogul (Mansi) tunumálinu.
= = =
A Mammoth is any species of the extinct genus Mammuthus. These proboscideans are members of the elephant family and close relatives of modern elephants. They were often equipped with long curved tusks and, in northern species, a covering of long hair. They lived from the Pliocene epoch from 4.8 million years ago to around 4,500 years ago. The word Mammoth comes from the Russian мамонт mamont, probably in turn from the Vogul (Mansi) language.

Sunday, February 22, 2009

Hinir fyrstu Mammútar II / The First Mammoths II

Hinir fyrstu mammútar voru stærri og nokkuð ólíkir þeim er nú eiga sér líf, þótt vissulega sé deilt um það hvort þeir einstaklingar sem iðka umræddan svellleik eigi sér líf. Það er önnur saga. Sögusagnir af útdauða eru þrátt fyrir allt ekki með öllu úr lausu lofti gripnar því rannsóknir sýna að síðustu tegundirnar af hinum stærri loðfílum, sem ekki kunnu með krullusteina og kústa að fara, eru taldar hafa lokið tilvistarskeiði sínu á bilinu frá árinu 8000 fyrir Krist til ársins 1650 fyrir Krist. Hér er auðvitað mikil ónákvæmni sem rétt er að skýra (á morgun). Heimildir: Aðallega Wikipedia.
= = =
The first mammoths were bigger and ... different from those living now, although it is disputed whether the Mammoths of today have a live. That's another story. Rumours about distinction are, everything considered, not totally groundless becaus research have shown that the last species of the larger kind of mammoths, which by the way did not have the skill of playing with stones and brooms, are considered to have ended their life on earth somewhere areound 8000 BC (or BCE if you prefer) until the year 1650 BC (BCE). This is of course very inaccurate and needs further explanation... tomorrow.

Saturday, February 21, 2009

Hinir fyrstu Mammútar I / The First Mammoths I

Mammútar, einnig nefndir loðfílar, eru af mörgum (ranglega) taldir hafa dáið út. Við vitum betur. Á svelli norðarlega á eyju norðarlega í Atlantshafi koma reglulega saman nokkrir mammútar. Þar iðka þeir leik sem fundinn var upp á sextándu öldinni og iðkaður á frosnum ám, tjörnum og vötnum, fyrst í Skotlandi og Hollandi en nú víða um heim. Mammútar hinir nýju gera sér það að leik að renna steinum eftir svelli, fram og til baka, sópa svellið og láta steinana stöðvast á tilteknum stað (oftast fyrirfram ákveðnum). Þessir tilburðir hafa vakið nokkra athygli á þessum stað þar sem annars fátt fréttnæmt gerist. Eyjan heitir Ísland, staðurinn er Akureyri. Svellið er í Skautahöllinni. Hópurinn kallar sig Mammúta og stundar krullu tvisvar í viku frá því í september fram í byrjun maí ár hvert.

Hér verður rituð saga Mammúta frá örófi alda fram til dagsins í dag og inn í framtíðina. Sagan er löng og yfirgripsmikil og því verður aðeins stuttur kafli úr henni birtur í einu. Komið aftur á morgun og fylgist með.
= = =
Mammoths are by many considered (wrongly) distinct. We know better. On ice in northern part of an sland in the North-Atlantic a few Mammoths meet regularly. They play a game which was invented in the sixteenth century and, in the early years, played on frozen rivers, ponds and lakes, some say it was invented in Holland, others say Scotland. This game is now played worldwide. The new Mammoths have fun sliding stones along the ice, back and forth, sweeping the ice and have the stones come to rest in certain spots (often pre-decided spots). This has drawn a bit of attention in this place where not much else happens. The island is Iceland, the place is Akureyri. The ice is in the Akureyri Skating rink. The group calls themselves The Mammoths and twice a week they play curling, starting in September and stick to it almost every week until early May every year.

Here we will tell the history of mammoths from the beginning to today and into the future. The history is long and with many aspects, so we will only publish a short part each day. Come back tomorrow for more.