Sunday, February 22, 2009

Hinir fyrstu Mammútar II / The First Mammoths II

Hinir fyrstu mammútar voru stærri og nokkuð ólíkir þeim er nú eiga sér líf, þótt vissulega sé deilt um það hvort þeir einstaklingar sem iðka umræddan svellleik eigi sér líf. Það er önnur saga. Sögusagnir af útdauða eru þrátt fyrir allt ekki með öllu úr lausu lofti gripnar því rannsóknir sýna að síðustu tegundirnar af hinum stærri loðfílum, sem ekki kunnu með krullusteina og kústa að fara, eru taldar hafa lokið tilvistarskeiði sínu á bilinu frá árinu 8000 fyrir Krist til ársins 1650 fyrir Krist. Hér er auðvitað mikil ónákvæmni sem rétt er að skýra (á morgun). Heimildir: Aðallega Wikipedia.
= = =
The first mammoths were bigger and ... different from those living now, although it is disputed whether the Mammoths of today have a live. That's another story. Rumours about distinction are, everything considered, not totally groundless becaus research have shown that the last species of the larger kind of mammoths, which by the way did not have the skill of playing with stones and brooms, are considered to have ended their life on earth somewhere areound 8000 BC (or BCE if you prefer) until the year 1650 BC (BCE). This is of course very inaccurate and needs further explanation... tomorrow.

No comments:

Post a Comment