Íslandsmótið 31. janúar-9. mars 2005
Árangur: 5.-6. sæti - 3 sigrar, 1 jafntefli, 4 töp
Mammútar - Sauðagærurnar | 6-5 |
Mammútar - Ísmeistarar | 3-4 |
Mammútar - Ernir | 3-5 |
Mammútar - Skytturnar | 4-4 |
Mammútar - Fífurnar og fræið | 6-2 |
Mammútar - Ísbrjótar | 6-3 |
Mammútar - Kústarnir | 2-8 |
Mammútar - Fimmtíuplús | 3-14 |
Mammútar sýndu á sínu fyrsta Íslandsmóti að árangurinn í Akureyrarmótinu um haustið var engin tilviljun. Bloggritari minnist sérstaklega leiks Mammúta við Skytturnar (þar sem hann var þá liðsmaður) en leikurinn endaði 4-4. Snemma í leiknum var vafamál hvort liðið átti stein sem gaf stig og hefði verið réttast að grípa til mælingar. Undirritaður ásamt Árna Ara, liðsfélaga í Skyttunum, hugsaði (eða sagði) þá sem svo að Mammútar fengju stigið, það þyrfti ekki að vera að mæla þetta og allt í lagi að gefa stigið því engin hætta á öðru en að við myndum vinna Mammútana. Annað kom á daginn, leikurinn endaði með jafntefli og lærdómurinn einfaldlega sá að ef það er minnsti vafi á því hvor steinninn er nær er alltaf rétt að mæla.
Allar upplýsingar um mótið í excel-skjali hér.
= = =
Results: Seat 5-6
3 wins, 1 tie, 4 losses
(see all games above)
The Mammoths clearly showed in their first National Championship that the results from the Akureyri Championship in the fall were no coincidence. The author of this blog remembers well one game from this tournament, when he was curling with Skytturnar and their game against the Mammoths resulted in a tie, 4-4. Early in the game there were doubts which team had shot stone and the correct thing would have been to measure. But I, together with my team mate in Skytturnar though (or said) that it was ok to let the Mammoths have the point because we would win them anyway. Well, the numbers say otherwise and what we learned from this was that if there is a slightest doubt, then we should measure.
All results from this National Championship - click here.
No comments:
Post a Comment