Thursday, February 26, 2009

Mammútar nútímans / The modern Mammoths

Víkur þá sögunni endanlega til nútímans. Við erum komin inn í 21. öldina, fjögur ár liðin frá 12.000 ára afmæli brotthvarfs síðustu mammútanna á meginlandi Evrópu. Árið er 2004. Strákarnir á Geimstofunni fréttu af undarlegri íþrótt sem stunduð var í Skautahöllinni á Akureyri og ákváðu að prófa. Þeir mættu á svellið, lærðu grundvallarreglurnar og æfðu sig smá. Eftir þetta eina kvöld skráðu þeir sig í sitt fyrsta mót, Akureyrarmótið 2004. Í fréttum af mótinu eru notuð hugök eins og "óvængur sigur" og "spútniklið mótsins". Í frétt á www.curling.is að móti loknu var meðal annars þessi klausa: "Segja má að Mammútar séu spútniklið mótsins. Þetta glænýja lið vann þrjá leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði 4 leikjum. Curling.is tekur ofan fyrir nýjum leikmönnum og nýjum liðum sem sett hafa skemmtilegan svip á krulluna í haust - og sett strik í reikning eldri og reyndari liða."

Liðsmenn Mammúta í þessu fyrsta móti voru: Arnar Sigurðsson, Baldvin Zophoníasson, Björgvin Guðjónsson, Hörður Rúnarsson, Jón Ingi Sigurðsson og Ólafur Númason. Baldvin vakti reyndar fljótt meiri athygli á svellinu fyrir tilburði með tökuvél en krulluiðkunina sjálfa. Í fyrstu voru það hins vegar Arnar, Björgvin, Jón Ingi og Ólafur sem spiluðu flesta leikina.

Liðið vakti strax í upphafi athygli fyrir frumleika, nafnið var skemmtilegt og "mammútafagnið" þekkja allir. Fljótlega vöknuðu þó spurningar um það hvernig strákarnir gátu vitað hvernig raunverulegir mammútar hljómuðu fyrir nokkur þúsund árum.

Á morgun: Tölurnar úr fyrsta mótinu.

= = =

Lets turn to the present time. We are now in the 21st century, four years after the 12000 anniversary of the mammoth's last "seen" on the continent of Europe. It's the year 2004. The boys at Geimstofan advertising agency heard about a strange sport that some people were enjoying in Akureyri Skating Arena. They decided to try. They came, they learned a little, they practiced a little one night and then they signed up for their first tournament. This was the 2004 Akureyri Championship.

News from that time tell of unexpected wins and a team that was rocking the Akureyri curling world. This brand new team won three games, made one tie and lost 4 games in their first tournament.

The Mammoths in this first tournament were: Arnar Sigurðsson, Baldvin Zophoníasson, Björgvin Guðjónsson, Hörður Rúnarsson, Jón Ingi Sigurðsson and Ólafur Númason. Baldvin actually was more active with his video camera than throwing stones. At first the most active ones were Arnar, Björgvin, Jón Ingi and Ólafur.

The team got immediately the attention of other curlers. The name was special and everyone knows "the Mammoth win roar". Soon, questions were asked about how the guys could know what real Mammoths sounded like a few thousand years back.

Tomorrow: Numbers from their first tournament.

No comments:

Post a Comment