Tuesday, February 24, 2009

Hinir fyrstu Mammútar IV / The First Mammoths IV

Síðasta tegund þessarar ættkvíslar var mammuthus primigenius (woolly mammoth eða loðfíll). Flestir hópar loðfílsins, eða ullarmammútsins eins og gaman væri að kalla hann út frá enska heitinu, í Norður-Ameríku og Evrasíu luku jarðvist sinni við lok síðustu ísaldar. Þangað til nýlega var almennt talið að hinir síðustu ullarmammútar hafi horfið frá Evrópu og Suður-Síberíu um 10000 árum fyrir Krist en nýjar uppgötvanir sýna að einhverjir hafi ákveðið að vera um tvö þúsund árum lengur og ekki dáið fyrr en um 8000 árum fyrir Krist. Örlitlu síðar hurfu síðustu ullarmammútarnir frá meginlandi Norður-Síberíu. Ullarmammútar og Kólumbíumammútar hurfu frá meginlandi Norður-Ameríku við lok ísaldar. Lítill hópur lifði á eyjunni St. Paul við Alaska í nokkur þúsund ár til viðbótar eða þangað til um 3750 fyrir Krist og litlu mammútarnir á Wrangel-eyju héldu haus allt fram til 1650 fyrir Krist.

Þegar hinir nýju Mammútar komu fram á sjónarsviðið voru því að minnsta kosti 3.659 ár liðin frá því að slíkir sáust síðast á jörðinni og enn lengra, eða 12.004 ár, frá því slíkir voru á ferð í Evrópu.

= = =

The woolly mammoth was the last species of the genus. Most populations of the woolly mammoth in North America and Eurasia died out at the end of the last Ice Age. Until recently, it was generally assumed that the last woolly mammoths vanished from Europe and Southern Siberia about 10,000 BCE, but new findings show that some were still present there about 8,000 BCE. Only slightly later, the woolly mammoths also disappeared from continental Northern Siberia. Woolly mammoths as well as Columbian mammoths disappeared from the North American continent at the end of the ice age. A small population survived on St. Paul Island, Alaska, up until 3,750 BCE, and the small mammoths of Wrangel Island survived until 1,650 BCE.

When the New Mammoths appeared, at least 3.659 years had passed since Mammoths were last seen on earth, and even longer, abaout 12.004 years, since such creatures were on the move in Europe.

No comments:

Post a Comment