Saturday, February 28, 2009

Ice Cup 2005


Ice Cup 5.-7. maí 2005
Liðsmenn / Players: Arnar Sigurðsson, Björgvin Guðjónsson, Hörður Rúnarsson, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason.

Árangur: 1. sæti í A-riðli eftir skotkeppni gegn USWCA og Kústunum, 4. sæti í heild eftir tap í bronsleik. 2 sigrar, 3 töp.

A-riðill / Heat A
Mammútar – USWCA 2-5
Mammútar – Kústarnir 7-4
Mammútar – GGT 6-2


Undanúrslit / Semi-final
Mammútar - Fimmtíuplús 4-9


Bronsleikur / Bronze medal game
Mammútar - Skytturnar 5-6

Mammútarnir komu skemmtilega á óvart þegar þeir, á sínu fyrsta alþjóðlega móti í krullu, urðu jafnir Kústunum og bandarísku vinkonunum okkar í USWCA þannig að liðin þurftu að fara í skotkeppni. Þar brilleruðu Mammútar (leit stendur yfir að nákvæmum tölum) í skotkeppninni og fóru því í keppni fjögurra efstu ásamt sigurvegurum hinna riðlanna. Í undanúrslitum töpuðu þeir fyrir Fimmtíuplús og í bronsleiknum töpuðu þeir naumlega fyrir Skyttunum. Í þeim leik urðu Mammútar fyrir því óhappi að mikilvægur steinn sem var á hárréttri leið lenti á einhverju rusli og breytti um stefnu. Sagnir herma að þetta atvik hafi ráðið úrslitum um það að þeir urðu af bronsverðlaununum í hendurnar á Skyttunum.

Öll úrslit mótsins í excel-skjali hér.

= = =


Results: 1st place of Heat A after LSD against USWCA and Kústarnir. 4th place overall after loss in the bronze medal game. 2 wins, 3 losses.

The Mammoths were a pleasant surprise at their first international curling bonspiel, finished even to Kústarnir and our American friends in USWCA in heat A so that the teams had to go to shootout (LSD, Last stone draw). The Mammoths simply nailed it (we are looking for the exact numbers) and thus went to the finals against the winners of the other three heats. In the semi-final thei lost to Fimmtíuplús (50+ team) and in the bronze medal game they lost to Skytturnar. In that game, a crucial stone from the Mammoths caught some debris and went off its path. There was talk that this actually cost them the bronze medal.

All results - click here.

No comments:

Post a Comment