Saturday, February 28, 2009

Hinir nýju Mammútar nútímans / The new modern Mammoths

Eftir nokkurra ára þátttöku í krullunni sem lýst hefur verið hér á blogginu og frábæran árangur hafa orðið breytingar á liði Mammúta. Af stofnendum liðsins eru nú aðeins tveir eftir, þeir Jón Ingi Sigurðsson foringi og Ólafur Númason aðstoðarforingi. Björgvin Guðjónsson hvarf til Danmerkur á eftir spúsu sinni fyrir keppnistímabilið 2007-2008 og þeir Arnar Sigurðsson og John Cariglia lögðu skóna til hliðar (í bili að minnsta kosti, óvíst hvort þeir eru komnir á hilluna) á haustmisseri 2008. Til upprifjunar má nefna að nokkrir aðrir hafa komið við sögu og verið á lista yfir liðsmenn Mammúta, aðallega þó sem varamenn á blaði en hafa lítið komið við sögu á svellinu. Þetta eru þeir Baldvin Zophoníasson, Hörður Rúnarsson og Gísli Dúa Hjörleifsson.

Eins og alheimur veit er lið Mammúta ríkjandi Íslandsmeistarar og stefnir að sjálfsögðu að því áfram eins og hingað til að vera ávallt á toppnum, fara í hvern leik til að sigra og hvert mót til að enda á toppnum. Maður og menn koma í manns og manna stað. Í stað þeirra sem nú hafa hætt að venja komu sína á svellið hafa þeir Jens Kristinn Gíslason, Haraldur Ingólfsson og Sveinn H. Steingrímsson nú gerst Mammútar.

= = =

After few years of curling and outstanding performances, the Mammoth team has now undergone changes. Only two of the founders are still with the team; Jón Ingi Sigurðsson (skip) and Ólafur Númason (vice). Björgvin Guðjónsson went to Denmark before the 2007-2008 season, following his spouse. Arnar Sigurðsson and John Cariglia retired (for now at least) at the first half of the 2008-2009 season. A few others have made their way into the Mammoth's history, mainly as fifth players on paper without playing much of actual curling. That list includes Baldvin Zophoníasson, Hörður Rúnarsson and Gísli Dúa Hjörleifsson.

As universally known, the Mammoth team won the Icelandic championship last season and the goal is as it always has been, to be always number one, play each game to win and each tournament to finish number one. The remaining Mamoths now have new team mates to take on the upcoming challenges. Those are Jens Kristinn Gíslason, Haraldur Ingólfsson and Sveinn H. Steingrímsson.

No comments:

Post a Comment