Monday, December 7, 2009

Ísland 4, Belgía 8

Hvað getur maður sagt í dag? Þegar maður spilar ekki nógu vel þá á maður ekki skilið að sigra. Liðið sem við spiluðum við er ekkert sterkara en við en ef maður spilar undir getu þá er ekki von á góðu. Við byrjuðum reyndar vel á móti Belgunum, unnum "LSD" skotið, það tókst aftur mjög vel og steinninn var aðeins um 10 sentímetrum frá miðjunni. Síðan stálum við fyrstu tveimur umferðunum en þá vöknuðu Belgar. Samt var jafnt þegar leikurinn var hálfnaður en við gerðum of mörg mistök í seinni hlutanum og gáfum Belgunum of mörg færi á að nýta sér mistök okkar. Þannig fór það.

Ef marka má aldur og fyrri störf lítum við svo á að í næsta leik sé einfaldlega skyldusigur gegn Hvít-Rússum. Í gær stakk bloggari upp á því við liðsfélaga sína að mögulega gætum við verið að fara að vinna þrjá leiki í röð (Króatía, Belgía, Hvíta-Rússland). Tveir af þessum leikjum hafa nú tapast og nú þýðir ekki að hengja haus heldur bæta spilamennskuna og vinna Hvít-Rússana. Væntanlega þurfum við þó að vinna eitthvert annað lið til viðbótar til að eiga möguleika á að halda Íslandi í B-flokki.

No comments:

Post a Comment