Kannski ekki þær síðustu, en þær voru of síðar. Óli Núma varð fyrir því óláni að fætur hans voru of stuttir - eða þá að skálmarnar á Henson-keppnisbuxunum voru of síðar. Hvað gerir maður þá? Jú, Óli spurðist fyrir í klúbbnum þar sem keppnin i B-flokki fer fram og að sjálfsögðu leystu hinir gestrisnu Skotar málið. Óli skildi buxurnar eftir í klúbbnum eftir hádegið í dag og svo þegar við mættum í opnunarhátíðina (í annarri keppnishöll) var skoska húsmóðirin sem stytti buxurnar komin með þær þangað og Óli gat skipt um buxur tíu sekúndum áður en opnunarathöfnin hófst.
Hér er þessi góða, skoska kona að taka við buxunum, tilbúin að stytta skálmar að ósk hins skrefstutta aðstoðarfyrirliða.
Friday, December 4, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment