Friday, December 4, 2009

Öll hús úr krullusteinum í Aberdeen

Skotar eru skrafhreifnir og á ferðum okkar á milli hótelsins og krulluhallarinnar höfum við náð góðu sambandi við sjálfboðaliðana sem hafa ekið okkur þar á milli. Já, við höfum bílstjóra því sjálfstraustið í umferðarmálum leyfði ekki að við leigðum bíl án bílstjóra og keyrðum sjálfir á öfugum vegarhelmingi.

Í einni ferðinni kom upp umræða um hinn daufa og gráa lit allra - JÁ, ALLRA - húsa í Aberdeen. Það er eins og það sé bannað að mála hús að utan - kannski viðskiptatækifæri fyrir húsamálara á Íslandi í leit að verkefnum að sannfæra eigendur grábrúnna húsa hér um að það þurfi að mála húsin þeirra. Anyway... fróðleiksmoli dagsins er sá að flest hús í Aberdeen eru byggð úr granít. Krullusteinar eru líka búnir til úr granít - reyndar annars konar granít sem eingöngu er til á einni eyju á milli Skotlands og Írlands. En við hugsum þetta svona: Húsin hérna eru byggð úr krullusteinum.

Hér er dæmi (þið getið velt fyrir ykkur hvort þetta er gistiheimilið þar sem við búum):


Og er þetta kannski bíllinn sem við leigðum til að keyra okkur?



Nahhh.

No comments:

Post a Comment