Ungverska liðið sem við spiluðum við í dag var greinilega mun betra en Slóvakarnir í gær, tæknilega mun betri og gerðu fá mistök. Við áttum samt ágæta möguleika en stundum vantaði lítið upp á að við næðum stigi í stað þess að gefa Ungverjunum stig. Eitt skiptið munaði aðeins um 5 sentímetrum til að við næðum stigi, annað skipti var síðasti steinn okkar nokkuð of hægur og Ungverjar fengu tvö stig. Í fimmtu umferðinni gekk ekki nógu vel að skjóta út steinum andstæðinganna og Ungverjar náðu þremur stigum. Staðan þegar leikurinn var hálfnaður var því orðin 1-7 og möguleikarnir á sigri farnir að minnka.
Eftir leikhlé áttum við enn möguleika á að skora eitt stig en síðasti steinn mistókst og Ungverjarnir fengu stigið. Staðan orðin 1-8. Þrátt fyrir erfiða stöðu náðum við að vinna umferð, minnkuðum muninn í 2-8 eftir sjöundu umferðina. Gott fyrir sjálfstraustið að ná stigi, hitta lokasteininum en samt var staðan orðin þannig að við þurftum eiginlega "slys" hjá Ungverjunum til að eiga einhvern möguleika á að snúa leiknum okkur í hag. Eina slysið hjá þeim varð bara ekki í leiknum, heldur uppi á "þjálfarabekknum" þegar þjálfarinn þeirra rak sig í kaffibollann sinn og hellti niður. Það hafði auðvitað lítil áhrif á leikinn! Ungverjarnir tóku svo eitt stig í áttundu umferðinni og þá ákváðum við að nóg væri komið, lokastaðan 2-9.
Ísland | 1 | 1 | 2 | ||||||||
Ungverjaland | 1 | 1 | 2 | 3 | 1 | 1 | 9 |
Erfiður leikur í dag, gátum gert betur í ýmsum atriðum en andstæðingurinn var mun betri en í gær, gerði fá mistök á meðan við vorum ekki að hitta alveg nógu vel.
No comments:
Post a Comment