Mammútar flugu suður í kvöld, einn liðsmaður og þjálfari gista í Reykjavík, fjórir fengu skutl lengra og gista hjá góðu fólki í Reykjanesbæ í nótt. Landfræðilega séð erum við í Njarðvík, skilst mér.
Liðsmönnum var létt eftir að búningarnir voru komnir í hús, flottir gallar og bolir frá Henson, úlpa frá Margt smátt og flíspeysa og buxur frá Icefin. Heil taska af fötum bættist semsagt í farangurinn og ekki laust við að við værum eins og krakkar á jólum þegar við sátum á stofugólfinu í kringum stóra, svarta Henson-tösku og "opnuðum pakkana".
Brottför klukkan 8 í fyrramálið og bráðum tími til að fara að leggja sig... nema hvað þrír liðsmenn eru núna komnir út í bílskúr með húsbóndanum að skoða byssur. Boys will be boys...
Tuesday, December 1, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Oft var þörf en nú er nauðsyn að sýna hvað í Landanum býr.
ReplyDeleteBaráttukveðjur !