Sunday, December 6, 2009

Ísland - Slóvakía 8-3

Sigurinn gegn Slóvökum í dag var verðskuldaður, liðið spilaði vel þótt ýmislegt megi bæta fyrir næstu leiki. Það sem stendur upp úr er góð stemmning í liðinu sem skilað sér í sjálfstrausti og um leið því að sálrænt höfðum við yfirhöndina nánast allan leikinn. Slóvakar áttu síðasta stein í fyrstu umferðinni en tókst ekki að nýta sér það. Við skoruðum einn og það sama var upp á teningnum í næstu umferðum, við skoruðum þrátt fyrir að vera ekki með síðasta stein (kallast "að stela" umferð á krullumáli). Með góðri spilamennsku tókst okkur að gera fyrirliða Slóvakanna erfitt fyrir að ná góðum skotum í lokin og það dugði til að ná 5-0 forystu eftir fjórar umferðir. Ekki gat það þó gengið endalaust og í fimmtu umferðinni náðu Slóvakar loks stigi og stálu svo tveimur stigum í sjöttu umferðinni. En eins og þjálfarinn sagði á fundi með liðinu í kvöld: "Mammútar koma alltaf til baka." Eftir smá bakslag um miðbik leiksins náðum við aftur dampi og héldum áfram uppteknum hætti, gerðum Slóvökunum erfitt fyrir að nýta sér að vera með síðasta steininn. Þegar kom að lokaumferðinni var staðan orðin 8-3 og þurftu Slóvakar því að skora 5 steina í lokaumferðinni til að jafna. Smátt og smátt dvínuðu vonir þeirra þangað til að þeir áttu loks ekki nógu marga teina eftir til að gera jafnað leikinn. Þá létu þeir vopn niður falla og játuðu sig sigraða.

Sigurinn í dag var sálrænn, sigur samheldni og liðsheildar. Liðið spilaði vel og átti sigurinn skilið.


 Ísland 
1
1
1
2
   1
1
1
x
 8
 Slóvakía 
     1
2
   x 3

No comments:

Post a Comment