Wednesday, May 13, 2009

Landsliðið í krullu / Curling Team Iceland

Landslið íslands í krullu (curling)

Mammútar skipa nú landslið Íslands í krullu og ætla til Aberdeen í Skotlandi til þátttöku í Evrópumeistaramótinu sem haldið verður 4.-12. desember 2009. Með sigri á Íslandsmóti í krullu tryggir lið sér rétt til að leika fyrir Íslands hönd (sem landslið) á Evrópumótinu. Mammútar hafa nú í tvö ár í röð hampað Íslandsmeistaratitlinum og hafði nokkra yfirburði á Íslandsmótinu þetta árið, unnu alla leiki sína.

Eins og nafn liðsins gefur til kynna hafa menn stóra drauma en þurfa jafnframt á stuðningi að halda til að deyja ekki út. Liðsmenn hafa mikinn metnað til að keppa fyrir Íslands hönd við þá bestu frá öðrum Evrópulöndum en gera má ráð fyrir að á mótinu verði lið frá hátt í 30 Evrópulöndum. Við stefnum að sjálfsögðu að því að ná góðum árangri í mótinu en með þátttöku móti sem þessu öðlumst við sjálfir reynslu, náum framförum og getum um leið stutt við þróun og uppgang íþróttarinnar hér heima.

Landslið Íslands: Jón Ingi Sigurðsson fyrirliði, Ólafur Númason, Jens Kristinn Gíslason, Haraldur Ingólfsson og Sveinn H. Steingrímsson varamaður.

Nánari upplýsingar um liðið og þátttöku þess í mótum hér innanlands er að finna á Facebook-síðu liðsins en þar heitum við: Krulla Landslidid og á vef Krulludeildar Skautafélags Akureyrar, www.curling.is.

= = =


The Mammoths are now Curling Team Iceland and are headed to Aberdeen, Scotland to play in the European Curling Championship, December 4-12, 2009. Winning the Icelandic Championship gives a team the right to represent Iceland at the ECC. The Mammoth team has now won the Icelandic Championship two years in a row, both years without losing a game.

This website, as well as the person "Krulla Landslidid" on Facebook, are created to deliver news about the team and to seek support to pay for the cost of participating in the ECC. We are ambitious, we want to do well in Aberdeen and gain more experience at international level and by that take part in promoting and developing this wonderful sport in Iceland.

Mammoths - Curling Team Iceland: Jón Ingi Sigurðsson skip, Ólafur Númason third, Jens Kristinn Gíslason second, Haraldur Ingólfsson lead og Sveinn H. Steingrímsson alternate.

No comments:

Post a Comment