Janúarmótið 5. janúar-2. febrúar 2009.
Liðsmenn/Players: Haraldur Ingólfsson, Jens Kristinn Gíslason, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason, Sveinn H. Steingrímsson (á myndina vantar Svein en í stað hans er hans ektakvinna, Elísabet).
Árangur: 1. sæti eftir sigur á Görpum í úrslitaleik - 5 sigrar, 1 tap.
Aftur urðu breytingar á liði Mammúta í upphafi árs 2009. Þeir Haraldur Ingólfsson og Sveinn H. Steingrímsson komu inn í liðið en þeir Arnar Sigurðsson og John Cariglia hafa lagt skóla til hliðar að sinni (spurning hvort þeir eru komnir alveg á hilluna). Uppröðun liðsins varð þá þessi:
4. Jón Ingi Sigurðsson, 3. Ólafur Númason, 2. Jens Kristinn Gíslason, 1. Haraldur Ingólfsson,
varamaður: Sveinn H. Steingrímsson.
"Hinir nýju Mammútar" byrjuðu nýjan kafla í sögu liðsins með stórum sigri, 12-1, gegn liði sem nefnir sig Pálmi Group. Liðsskipan Mammúta: 1. Haraldur, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi. Liðið var vel samstillt strax frá fyrsta steini og átti góðan leik.
Mammútar | 2 | 4 | 2 | 3 | 1 | 12 | ||
Pálmi group | 1 | 1 |
"The New Mamoths" begun the new era in the history of the team with a big win, 12-1, against Pálmi Group. The game was in the first round of the socalled January tournament. Mamoths playing: 1. Haraldur, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi. The team functioned well right from the first stone and played a good game.
Mammútar | 1 | 1 | 1 | 1 | 4 | |||
Riddarar | 1 | 1 | 2 |
The Mamoth game in the second round of this tournament was a fight for each stone, each point. All the ends were won by one stone but in some of the ends the teams were very close to score several points. Riddarar (knights) started with one in the first end followed by four one point ends by the Mamoths. Last end was Riddarar's but they only scored one, which wasn't enough to tie or win the game. Playing the game for Mamoths: 1. Haraldur, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi.
= = =
Þegar leið á leik Mammúta gegn Görpum virtist fátt geta komið í veg fyrir sigur Mammúta. Eftir fjórar umferðir var staðan orðin 6-0. En hið ómögulega gerðist: Garpar minnkuðu muninn í þrjú stig með sigri í næstsíðustu umferðinni og gerðu sér svo lítið fyrir og unnu leikinn með því að skora fjögur stig í síðustu umferðinni, úrslitin 6-7 Görpum í vil. Mammútar spiluðu vel fyrri hluta leiks en erfitt er að segja til um hvað fór úrskeiðis í lokaumferðunum. Liðsmenn Mammúta: 1. Sveinn, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi.
Mammútar | 1 | 1 | 3 | 1 | 6 | |||
Garpar | 3 | 4 | 7 |
As the Mamoth's game against team Garpar progressed, it looked like an easy win. After four ends the score was 6-0. But the impossible happened: Team Garpar scored 3 in the 5th end and won the game by scoring 4 in the final end, final score being 6-7. The Mamoths played a good game for four ends but it is difficult to say what exactly went wrong in the two last ends. Players: 1. Sveinn, 2. Jens, 3. Ólafur, 4, Jón Ingi.
Eftir tapið gegn Görpum þurftu Mammútar að vinna lokaleik sinn í riðlakeppni til að komast í undanúrslit mótsins og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leik til að sleppa við skotkeppni. Þetta gekk eftir, Mammútar sigruðu Üllevål, náðu öðru sæti riðilsins og komust í undanúrslit. En lokatölur í leiknum gegn liðinu með undarlega nafnið eru þó ekki alveg lýsandi fyrir gang leiksins því þar var spenna í hverri einustu umferð. Liðsmenn Mammúta í leiknum: 1. Haraldur, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi.
Üllevål | 1 | 1 | ||||||
Mammútar | 1 | 3 | 1 | 1 | 1 | 7 |
After losing their game against the main rival of group A, the Mamoths needed to win their last game in the group and count on favourable results in another game to avoid a shoot-out for a seat in the semi final. And that is exactly what happened, the Mamoths finished number 2 in their group and secured a seat in the semi-finals. Even though the final score was 7-1, the teams were fighting for each stone, each end. Players for Mamoths: 1. Haraldur, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi.
Undanúrslitaleikurinn gegn Víkingum reyndist hörkuspennandi og eins og stundum áður í leikjum Mammúta enduðu margar umferðir með því að annað liðið skoraði aðeins einn stein. Fyrir lokaumferðina var staðan 3-2 og Mammútar með síðasta stein. Þeim tókst að gera Víkingum erfitt fyrir að koma steinum sínum á réttan stað til að gefa stig og stóðu því uppi sem sigurvegarar. Leikmenn Mammúta: 1. Haraldur, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi. Leikmenn Víkinga: 1. Jóhann Björgvinsson, 2. Kristján Bjarnason, 3. Kristján Þorkelsson, 4. Gísli Kristinsson.
Sigur í undanúrslitum þýðir að sjálfsögðu að Mammútar leika til úrslita í mótinu. Andstæðingar í úrslitaleik verða Garpar og þar gefst auðvitað tækifæri til að hefna fyrir ósigurinn í riðlakeppninni.
Víkingar | 1 | 1 | 2 | |||||
Mammútar | 1 | 1 | 1 | 2 | 5 |
The semi-final game against Vikingar (The Vikings) was even and like sometimes before in the Mamoth games, all ends were won by only one stone. Before the final end the Mamoths were up one point, 3-2. They managed to block the way for the opponent to get shot stones and won the game. Players: 1. Haraldur, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi.
Winning the semi-final game means of course a seat in the final game playing for the gold on Monday, February 2nd. Opponents will be Garpar, which means of course a chance for a revenge!
Úrslitaleikurinn í Janúarmóti Krulludeildar varð mjög spennandi og skemmtilegur fyrir áhorfendur (sem reyndar létu sig vanta). Eftir æsispennandi lokaumferðir stóðu Mammútar uppi sem sigurvegarar, fengu peninga, bikar og hádegisverð á Strikinu.
Fyrri hluti leiksins gaf ekki tilefni til að trúa á að lukkan væri á okkar bandi. Á enskunni mætti lýsa því þannig að Mammútar hafi verið „at the wrong side of the inch“ því í mörgum af okkar skotum fór steinninn tommu of langt, tommu of stutt, tommu of langt til hægri eða vinstri. Í flestum skotum munaði litlu og þar að auki voru Garpar að spila vel og gerðu þetta ekkert auðveldara fyrir okkur. Eftir þrjár umferðir vorum við lentir 0-3 undir og farið að örla fyrir kvíða í einstaka vöðvum.
En með það í huga að við vorum alls ekki að spila illa og að enn voru þrjár umferðir eftir bitum við í skjaldarrendur (sem eftir á að hyggja getur nú reynst hættulegt í frosti) og fengum lukkuna í lið með okkur. Við skoruðum tvo steina í fjórðu umferð og tvo í þeirri fimmtu og vorum því komnir einum steini yfir fyrir lokaumferðina.
Þar sem Mammútar skoruðu í fimmtu umferðinni áttu Garpar síðasta stein í sjöttu umferðinni. Þegar að lokasteininum kom var staða Mammúta mjög vænleg – raunar svo vænleg að Jón Ingi og Óli tóku „hæfæv“ og Halli rölti inn í búningsklefa til að sækja myndavél, svona til að ná stemmningunni á „filmu“. Rétt um það bil sem hann var að kveikja á myndavélinni og komast að því að rafhlöðurnar voru tómar kom síðasti steinn Garpa á rólegri siglingu, virtist vera á leið úr leið en eins og stundum áður þegar skot hefur geigað þá „geigaði“ þessi steinn mög vel, fór í annan og hann svo áfram inn í hring og inn fyrir okkar steina. Nokkur andlit duttu af Mammútum, Garpar voru búnir að jafna leikinn, 4-4, og knýja fram aukaumferð.
Aukaumferðin kórónaði skemmtilegt kvöld og spennandi leik. Mammútar virtust ætla að koma sér vel fyrir í byrjun en þá tók Ólafur vegateiknari sig til, fann hjáleið á milli tveggja steina og lagði stein inn á miðjuna. Með nokkurri snilld náðu Mammútar að svara fyrir sig, nýttu sér allþrönga leið en hittu vel á hraða og stefnu (sem er allt sem þarf) og af grafískri nákvæmni setti Jón Ingi lokasteininn sinn í gegnum hlið og náði að fjarlægja skorstein Garpanna. Görpum tókst ekki að svara fyrir sig og því fögnuðu Mammútar sigri eftir (gl)æsilegan leik, lokastaðan 7-4 þar sem Mammútar skoruðu 3 steina í aukaumferðinni.
Úrslitaleikur/Gold medal game:
Mammútar | 2 | 2 | 3 | 7 | ||||
Garpar | 1 | 1 | 1 | 1 | 4 |