Íslandsmótið 2009 - KEA hótel deildarkeppnin National Championship 2009 - KEA Hotel League Championship
Leikmenn/Players: Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason, Jens Kristinn Gíslason, Haraldur Ingólfsson, Sveinn H. Steingrímsson.
Árangur/Results: Deildarmeistarar/League Champions - 7 sigrar/7 wins.
Það er óhætt að segja að lukkudísirnar hafi verið með Mammútum í þessu móti. Liðið spilaði vel og þegar á þurfti að halda féllu hlutirnir mjög oft okkar megin, heppnin virtist oft með liðinu þegar litlu munaði. Mammútar enduðu mótið með 14 stig, en næstir komu Garpar með 10 stig og þá fjögur lið með 6 stig. Fjöldi unninna umferða og skoraðra steina segir líka til um gengi liðsins, í sjö leikjum vann liðið 28 umferðir og skoraði 65 steina (allir leikir eru 6 umferðir). Þau lið sem komust næst í skori voru með fimm umferðum og 20 steinum minna. Auðvitað verður þó að hafa í huga að þessi tölfræði skiptir engu þegar komið er í úrslitakeppnina. Þar byrja öll liðin fjögur jöfn og keppa að sama markinu.
= = =
The Curling Gods may be supporting this team, at least in this tournament. The Mammoths played well and when they needed it, things also went their way, luck was there when things were close. The Mammoths won all seven games, next team had 5-2 and then four teams with 3-4. In those seven games (all games 6 ends), The Mamoths won 28 ends and scored 65 stones, with the next team winning 5 ends less and scoring 20 stones less. This, of course, does not have anything to do with the final competition next weekend where all teams start equal and compete for the National Championship.
No comments:
Post a Comment