Saturday, March 7, 2009

Íslandsmótið 2009 - KEA hótel deildarkeppnin - 2. umferð


Íslandsmótið - KEA hótel deildarkeppnin - 2. umferð (frestaður leikur) 6. mars
National Championship - KEA hotel Qualifying rounds - 2nd round (postponed game) 6 March

Liðsmenn/Players: 1. Sveinn, 2. Haraldur, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi.

Svartagengið 3


1

4
Mammútar
6 1 2
4
13

Mistök í tímatöku og ákvörðun um að sópa urðu til þess að lokasteinn Jóns Inga í fyrstu umferðinni sigldi í gegn og Svarta gengið fékk 3 stig. Mammútar létu það lítt á sig fá og svöruðu með 6 stigum í annarri umferð. Eftir það voru þeir eiginlega með leikinn í höndum sér, spiluðu vel og gáfu keppinautunum fá tækifæri. Með sigrinum eru Mammútar einir í efsta sætinu, hafa unnið alla leiki sína til þessa og eru með 12 stig þegar ein umferð er eftir af undankeppninni.

Leikurinn var úr 2. umferð undankeppninnar en hafði tvívegis verið frestað og var loks leikinn föstudagskvöldið 6. mars. Þetta var þriðji leikur Mammúta þá vikuna og þriðji sigurinn, 13-0, 9-1 og 13-4. Samtals unnu Mammútar 14 umferðir gegn 3 þessa vikuna og skoruðu 35 steina gegn 5. Ágæt vika.

= = =

A mistake in timing and sweeping call caused the Mammoth's last stone in the first end to run all the way through the house, giving away 3 stones to the opponent. The Mammoths showed the strength of the character in the team and came back with 6 stones in the second end. After that, the Mammoths controlled the game and gave the opponent few opportunities.

This was a game from the second round which had been postponed twice. This was the Mammoth's third game and third win this week, 13-0, 9-1 and 13-4. The Mammoths won 14 ends this week and lost only 3, scoring 35 stones against 5. Nice week.

No comments:

Post a Comment