Friday, March 13, 2009

Íslandsmót úrslit, 1. umferð / National Championship, finals, 1 round

We have so much fun, it's getting serious!

Íslandsmótið 2009, úrslit, 1. umferð National Championship 2009, finals, 1 round
Leikmenn/Players: 1. Haraldur, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi

Mammútar 1 1 1 1 2 6
Garpar 2 2

Byrjunin á fyrstu umferð lofaði ekki góðu fyrir Mammúta og gaf Görpum tækifæri til sóknar. Mammútar reyndu hvað þeir gátu að opna varnir og skjóta út en það var ekki fyrr en með lokasteininum í fyrstu umferðinni sem þeim tókst ætlunarverk sitt - og kannski gaf sá steinn fyrirheit um það hvorum megin lukkan ætlaði að lenda í þessum leik. Jón Ingi renndi sínum steini þá snyrtilega utan í stein Garpanna og þaðan rúllaði steinn Jóns Inga inn á miðjuna og Mammútar fengu eitt stig í stað þess að Garpar hefðu skorað 2 stig. Í næstu þremur umferðum skoruðu Mammútar svo eitt stig í umferð og höfðu því 4-0 forystu eftir fjórar umferðir. Í fimmtu umferðinni var staðan þannig að Mammútar ákváðu að verja stöðu sem gaf Görpum 1 eða 2 stig og freista þess að fara í lokaumferðina með 2ja stiga mun. Garpar áttu þó kost á að bæta við og skora 3 eða jafnvel 4 stig í umferðinni en það tókst þó ekki. Með 4-2 forystu fyrir lokaumferðina tókst Mammútum að halda sjó og verjast í lokaumferðinni, enduðu raunar með því að bæta við og unnu leikinn 6-2.

= = =

First end didn't start well for The Mammoths and the opponents got a chance to set up their game. The Mammoths were struggling with pealing guards and trying all sorts of things but only with the final stone of the first end, things went their way with a nice wick and a shot stone on the button. Maybe that was how the curling gods were saying: We're going to be with the Mammoths tonight. Three one-enders from the Mammoths followed and with 4-0 playing the fifth end, they decided to give 1 or 2 points and guard to prevent higher score. Even though there was a chance, the oppontents were not successful in adding the 3rd or 4th stone so the Mammoths felt confident going home with a 4-2 lead. They did what they had to in the final end, didn't give many chances to score and ended up with a deuce, winning the game 6-1.

No comments:

Post a Comment