Hér er myndband af síðasta steini úrslitaleiks Íslandsmótsins í krullu 2009. Lýsing á stöðunni er í textanum hér að neðan, í næstu bloggfærslu á undan.
Here is a video of the last stone in the gold medal game for the Icelandic Curling Championship 2009, story told in words below, in the last blog.
Friday, March 20, 2009
Sunday, March 15, 2009
Íslandsmeistarar 2009 / National Champions 2009
Íslandsmótið 2009, úrslitaleikur
National Championship, gold medal game
Leikmenn/Players: 1. Haraldur, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi.
Mammútar | 4 | 4 | 8 | ||||
Víkingar | 1 | 2 | 1 | 1 | 5 |
Eftir að hafa unnið alla sjö leikina í undankeppninni og svo tvo leiki í úrslitakeppninni og fara þannig taplausir inn í úrslitaleikinn vissu Mammútar auðvitað að með hverjum sigurleik styttist í tapleikinn. Víkingar enduðu í fjórða sæti í undankeppninni, rétt misstu af bronsinu þar með lokasteini í lokaleiknum. Pressan var því væntanlega minni á þeim, liðið þegar búið að vinna sig upp um að minnsta kosti tvö sæti frá undankeppninni. En þessi lið léku einnig til úrslita í fyrra, Víkingar nú með einn nýjan mann og Mammútar með þrjá nýja menn. Pressan var því á Víkingum að því leyti að þeir vildu örugglega hefna tapsins frá árinu á undan.
Ekki er gott að segja hvort taugaóstyrkur og spenna hafði slæm áhrif á leik Mammúta en fyrri hluti leiksins var þeim ekki hagstæður. Margir steinar fóru aðeins of stutt, aðeins of langt eða rétt framhjá settu marki. Á meðan spiluðu Víkingar gríðarlega vel og hittu allt sem þeir vildu hitta. Víkingar stálu einum steini í fyrstu umferðinni og tveimur í annarri. Í þriðju umferð áttu Mammútar möguleika á að svara fyrir sig með einu stigi en mistök við sópun urðu til þess að steinninn fór nokkrum sentímetrum of stutt og Víkingar skoruðu einn stein.
Þegar leikurinn var hálfnaður var staðan því orðin 0-4 Víkingum í vil og ekki laust við að færi um Mammúta. En hafi einhver haldið að þeir myndu gefast upp við mótlætið þá hafði sá hinn sami rangt fyrir sér. Í fjórðu umferðinni gekk allt upp hjá Mammútum og í lokin voru þeir með þrjá steina, lokasteinn Víkinga lenti í varnarsteini og fékk fyrirliði Mammúta því nokkuð auðvelt tækifæri til að bæta fjórða steininum við. Það gerði hann auðvitað af stakri rósemi og Mammútar þar með búnir að jafna leikinn 4-4.
Í fimmtu umferðinni gerðu Mammútar sig líklega til að skora 2 steina en fyrirliða Víkinga tókst að leggja stein inn á miðjuna með sínu lokaskoti. Víkingar fóru því í lokaumferðina með eins steins forskot, 4-5. En Mammútar áttu síðasta stein í lokaumferðinni þar sem Víkingar höfðu unnið fimmtu umferðina.
Sjötta umferðin spilaðist Mammútum í hag og náðu þeir að raða inn steinum og verja þá nokkuð vel. Þegar kom að lokasteini Víkinga lágu Mammútar með þrjá steina inni og varnarsteina fyrir framan. Mammútar virtust vera með pálmann í höndunum því það voru ekki margir möguleikar fyrir Víkinga að skora stig í þessari stöðu, eða í versta falli að minnka skor Mammúta niður í einn stein og knýja þannig fram aukaumferð. Steinn frá Mammútum sat á miðpunktinum og en steinn frá Víkingum á miðlínunni utan við hring. Fyrirliði Víkinga þurfti að ná að skjóta í sinn stein og koma honum þráðbeint áfram, um það bil þrjá metra, í skorstein Mammúta þannig að steinn Víkinga stöðvaðist til að gefa stigið, í stað þess að rúlla burt eins og stundum gerist ef ekki er hitt alveg beint á steinana. Það tókst og nú eygðu Víkingar von um að hirða titilinn af Mammútum. Eftir nokkra umræðu á meðal liðsmanna Mammúta var ákveðið að skjóta í eigin stein sem var fyrir utan hægra megin og senda hann áfram í skorstein Víkinga. Spennan var mikil fyrir þetta lokaskot og áhorfendur bókstaflega héldu niðri í sér andanum. Fyrirliði Mammúta sendi steininn af stað, nokkuð fastan en sóparar þurftu að taka á og sópa alla leiðina til að halda stefnunni. Steinninn hitti nákvæmlega rétt í steininn sem skjóta átti inn og sá steinn fór beint í skotstein Víkinganna og sendi hann burt. Þar með var ljóst að Mammútar skoruðu 4 stig í lokaumferðinni og unnu leikinn 8-5.
Mammútar hafa stundum haft á orði að þeir spili fyrir áhorfendur. Óhætt er að segja að þeir fjölmörgu áhorfendur (ættingjar og annað krullufólk) sem mættu í Skautahöllina á laugardagskvöldið hafi skemmt sér ágætlega því leikurinn bauð upp á falleg skot, spennu, óvæntan viðsnúning og dramatískan endi.
Og það er æðisleg tilfinning að vera Íslandsmeistari.
Svo skemmtilega vill til að lokaskot Mammúta náðist á myndband á litla stafræna myndavél - myndbandið verður vonandi sett hér inn síðar í kvöld.
= = =
After winning all seven games of the round robin and both games in the final so far and thus going unbeaten to the gold medal game, the Mammoths knew that with every win, the loss was getting closer. Their opponents, Víkingar, ended number four in the round robin and narrowly missed the bronze there by the last stone of the last game. They probably felt less pressure, having already gone from 4th place to top two. Those teams also played the gold medal game for the National Championship last year, Víkingar now with one new player and the Mammoths with three new players. So, having lost the gold medal game last year, that's probably where they felt their pressure from, wanting a revenge from last yeard defeat.
Maybe the pressure resulted in bad nerves and tension, maybe not, but the Mammoths were not doing what they set out to to in the beginning. Stones went a little bit to short, a little bit too long or a little bit out of the way. The opponents stole 1 in the first end adn 2 in the second. In the third, The Mammoths were forced to draw for one but a sweeping error resulted in the stone coming just a few inches short and Víkingar stole one.
In Iceland, games are commonly only 6 ends so when this game was half way through, the Mammoths were down 0-4. They were getting a bit worried that their only loss in the tournament would be in the most important game. But, if someone thought that the Mammoths would give up, they were wrong. After deciding not to be victims of bad luck and just setting out to win the game. When the last ston from Víkingar hit a guard, the Mammoths had an open draw to the 8-foot to score four, and that's what they did. They tied the game, 4-4, with only two ends to go. They set up the fifth end and looked like they would steal 2 but the opponent's skip made a perfect draw to the button for one. So Mammoths were trailing by one going home with hammer.
The last end started out in favour for the Mammoths and after some missed shots from their opponents, the Mammots were lying 3 and reasonably well guarded. The only chance for their opponent's skip was to do a take-out by making a rather long raise. Well, that's what he did and all of a sudden the Víkingar seemed to have the game back in their hands. One stone left for the Mammoths and it was for life or death. The in-turn draw was difficult because of the ice conditions and might also only give 1 stone, just to force an extra end without hammer. A better shot was to go for the out-turn, raise a stone that was very close to the house and take out the shot stone. The skip threw a fast stone but the sweepers really had to use their muscles to keep line - and the shot was perfect. As the Mammoths watched their opponen'ts shotstone leave the house rather rapidly after being hit with a raised stone, the reality hit them: This was it, they won the game and defended the National Championship title.
The Mamoths always have fun playing their games and sometimes they say: We play for the audience. So, when audience finally shows up, they better make it worth while. And it sure was. When it looked like they were losing, they came back, alomost lost the game "again" but finished it off with the very last ston of the final end. The game offered some nice shotmaking for the audience, turnarounds, excitement and a dramatic end.
And even though Iceland is a small country with only 8 teams participating in the National championship, all from the same club, it is still a great feeling to win the championship.
Some of the audience had their digital cameras with them and managed to videotape the final shot. Viedo will be uploaded later tonight.
Saturday, March 14, 2009
Íslandsmótið 2009, úrslit / National Championship 2009, finals
Íslandsmótið 2009, úrslit, 2. umferð
National Championships, finals, 2nd round
Leikmenn/Players: 1. Haraldur, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi
Mammútar | 2 | 1 | 2 | 2 | 7 | ||
Üllevål | 1 | 1 | 2 |
Baráttuleikur við Üllevål og margir góðir steinar á báða bóga. Góð byrjun hjá Mammútum og jöfn og góð spilamennska út leikinn. Uppskeran ágæt þótt stundum hafi ekki munað miklu að stigin dyttu hinum megin. Með sigrinum og af því að Víkingar unnu Garpa eru Mammútar nú öruggir um að spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn gegn Víkingum.
= = =
This was a fight from the beginning and lots of good stones from both teams. The Mammoths had a good start and were solid throughout the game. The Mammoths have secured their seat in the gold medal game.
Friday, March 13, 2009
Íslandsmót úrslit, 1. umferð / National Championship, finals, 1 round
Íslandsmótið 2009, úrslit, 1. umferð National Championship 2009, finals, 1 round
Leikmenn/Players: 1. Haraldur, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi
Mammútar | 1 | 1 | 1 | 1 | 2 | 6 | |
Garpar | 2 | 2 |
Byrjunin á fyrstu umferð lofaði ekki góðu fyrir Mammúta og gaf Görpum tækifæri til sóknar. Mammútar reyndu hvað þeir gátu að opna varnir og skjóta út en það var ekki fyrr en með lokasteininum í fyrstu umferðinni sem þeim tókst ætlunarverk sitt - og kannski gaf sá steinn fyrirheit um það hvorum megin lukkan ætlaði að lenda í þessum leik. Jón Ingi renndi sínum steini þá snyrtilega utan í stein Garpanna og þaðan rúllaði steinn Jóns Inga inn á miðjuna og Mammútar fengu eitt stig í stað þess að Garpar hefðu skorað 2 stig. Í næstu þremur umferðum skoruðu Mammútar svo eitt stig í umferð og höfðu því 4-0 forystu eftir fjórar umferðir. Í fimmtu umferðinni var staðan þannig að Mammútar ákváðu að verja stöðu sem gaf Görpum 1 eða 2 stig og freista þess að fara í lokaumferðina með 2ja stiga mun. Garpar áttu þó kost á að bæta við og skora 3 eða jafnvel 4 stig í umferðinni en það tókst þó ekki. Með 4-2 forystu fyrir lokaumferðina tókst Mammútum að halda sjó og verjast í lokaumferðinni, enduðu raunar með því að bæta við og unnu leikinn 6-2.
= = =
First end didn't start well for The Mammoths and the opponents got a chance to set up their game. The Mammoths were struggling with pealing guards and trying all sorts of things but only with the final stone of the first end, things went their way with a nice wick and a shot stone on the button. Maybe that was how the curling gods were saying: We're going to be with the Mammoths tonight. Three one-enders from the Mammoths followed and with 4-0 playing the fifth end, they decided to give 1 or 2 points and guard to prevent higher score. Even though there was a chance, the oppontents were not successful in adding the 3rd or 4th stone so the Mammoths felt confident going home with a 4-2 lead. They did what they had to in the final end, didn't give many chances to score and ended up with a deuce, winning the game 6-1.
Tuesday, March 10, 2009
KEA hótel deildarmeistarar 2009 / KEA Hotel League Champions 2009
Íslandsmótið 2009 - KEA hótel deildarkeppnin National Championship 2009 - KEA Hotel League Championship
Leikmenn/Players: Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason, Jens Kristinn Gíslason, Haraldur Ingólfsson, Sveinn H. Steingrímsson.
Árangur/Results: Deildarmeistarar/League Champions - 7 sigrar/7 wins.
Það er óhætt að segja að lukkudísirnar hafi verið með Mammútum í þessu móti. Liðið spilaði vel og þegar á þurfti að halda féllu hlutirnir mjög oft okkar megin, heppnin virtist oft með liðinu þegar litlu munaði. Mammútar enduðu mótið með 14 stig, en næstir komu Garpar með 10 stig og þá fjögur lið með 6 stig. Fjöldi unninna umferða og skoraðra steina segir líka til um gengi liðsins, í sjö leikjum vann liðið 28 umferðir og skoraði 65 steina (allir leikir eru 6 umferðir). Þau lið sem komust næst í skori voru með fimm umferðum og 20 steinum minna. Auðvitað verður þó að hafa í huga að þessi tölfræði skiptir engu þegar komið er í úrslitakeppnina. Þar byrja öll liðin fjögur jöfn og keppa að sama markinu.
= = =
The Curling Gods may be supporting this team, at least in this tournament. The Mammoths played well and when they needed it, things also went their way, luck was there when things were close. The Mammoths won all seven games, next team had 5-2 and then four teams with 3-4. In those seven games (all games 6 ends), The Mamoths won 28 ends and scored 65 stones, with the next team winning 5 ends less and scoring 20 stones less. This, of course, does not have anything to do with the final competition next weekend where all teams start equal and compete for the National Championship.
Íslandsmótið 2009 - KEA hótel deildarkeppnin, 7. umferð
Íslandsmótið 2009 - KEA hótel deildarkeppnin, 7. umferð
National Championship 2009 - KEA hotel league, round 7
Leikmenn/Players: 1. Haraldur, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi.
Mammútar | 0 | 3 | 1 | 1 | 5 | |||
Garpar | 0 | 1 | 1 | 2 |
Fyrsta umferðin gaf fyrirheit um jafnan leik því þá þurfti að grípa til mælingar til að skera úr um hvort liðið fengi stigið - en mælingin sýndi að steinarnir voru hnífjafnir og því ekkert stig skorað. Í annarri umferð lágu Mammútar inni með þrjá steina fyrir lokastein Garpanna. Sá steinn sigldi í gegn þannig að Mammútar fengu þrjú stig. Í þriðju umferðinni lágu Mammútar með fjóra steina fyrir lokastein Garpanna en þá brást fyrirliða Garpanna ekki bogalistin og skoraði eitt stig. Aftur skoruðu Garpar eitt stig í þeirri fjórðu. Í fimmtu munaði minnstu að Garpar næðu stigi í viðbót og jöfnuðu leikinn. Eftir að Mammútar höfðu haft yfirhöndina í þeirri umferð og gerðu sig líklega til að skora nokkur stig fór næstsíðasti steinn Mammúta of langt og gaf Görpum tækifæri til að leggja stein inn á miðju, að steini Mammútanna. Lokasteinninn þurfti því bæði kraft og nákvæmni, kraftinn til að koma steini Garpanna í burtu þrátt fyrir að á bak við hann væri annar steinn sem gæti stoppað hann og nákvæmnina til að hitta þannig á hann að skotsteinninn stoppaði þar sem hann lenti í hinum steininum. Það gekk eftir. Mammútar skoruðu eitt stig og fóru með tveggja stiga forystu í lokaumferðina. Þar mátti engu muna því þó svo Mammútar settu inn stein snemma í leiknum þá röðuðust steinar frá Görpum allt í kring og því var hætta á að Mammútar myndu tapa leiknum ef Görpum tækist að losa burt þennan eina stein. Þrátt fyrir nokkrar misvel heppnaðar tilraunir Mammúta í varnarleik tókst Görpum ekki að ná út skorsteini þeirra og lokastaðan því 5-2 Mammútum í vil. Á myndinni hér með má sjá stöðuna fyrir lokastein Garpa í lokaumferðinni - og svo auðvitað hefðbundna mynd af Mammútum fyrir leikinn. Með sigrinum tryggðu Mammútar sér deildarmeistaratitilinn og munu spila í úrslitum Íslandsmótsins.
= = =
The first end in the final game of the league promised a close game. A measurement was required but wasn't sufficient, stones were exactly even and the end was blanked. In the second, The Mammoths were lying three before the final stone of the opponents, which went all the way through the house so the Mammoths stole three points. The situation was similar in the third end, The Mammoths were lying four but the opposing skip made his shot this time. Garpar scored again in the 4th end so it was 3-2. In the fifth end, The Mammoths were likely to score at least 2 or 3 stones but the skip's first stone went too far so the opposing skip was able to freeze to it, almost. There was enough room so that with power and precision, the Mammoth's skip was able to nose it and remove it inspite of the backing. That gave the Mammoths 1 stone and they were 2 up heading for the final end. Early on they had the shot stone and the opponents stones were rounded up close to it so if the shot stone was removed, Garpar would be able to score multiple points and tie or even win the game. Inspite of a few missed tries from the Mammoths to put up more guards, the opponents were not able to utilize the possibilities and remove the shot stone. In the end The Mammoths scored the point and won the game 5-2. The picture shows the house before the last stone of the last end. It was not enough for Garpar (blue) to tap their own stown to the centre, as they needed 2 poinst to tie the game. With the win, The Mammoths are League Champions and will be playing in the National Champion's final with three other team from the same club (as this is the only club participating).
Saturday, March 7, 2009
Íslandsmótið 2009 - KEA hótel deildarkeppnin - 6. umferð
Íslandsmótið 2009 - KEA hótel deildarkeppnin - 6. umferð, 4. mars National Championship 2009 - KEA hotel Qualification - 6th round, 4 March.
Liðsmenn/Players: 1. Haraldur, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi.
Mammútar | 3 | 0 | 3 | 1 | 2 | 9 | ||
Skytturnar | 1 | 0 | 1 |
Góð byrjun gaf tóninn í þessum leik. Erfiður ís og ýmiss konar hallar og brekkur fram og til baka (sem meðal annars átti þátt í því að ekkert var skorað í þriðju umferð) höfðu nokkur áhrif á leikinn en Mammútar náðu betur tökum á aðstæðunum og sigruðu nokkuð örugglega.
= = =
A good start gave the tone for this game. Negative ice made its impact on the game, caused a blank end in the third, but the Mammoths seemed to be handling the ice better and won the game.
Íslandsmótið 2009 - KEA hótel deildarkeppnin - 5. umferð
Íslandsmótið 2009 - KEA hótel deildarkeppnin - 5. umferð, 2. mars National Championship - KEA hotel Qualifications - 5th round, 2 March.
Liðsmenn: 1. Haraldur, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi.
Mammútar | 2 | 1 | 3 | 2 | 3 | 2 | 13 | |
Üllevål | 0 |
Á dagskrá Mammúta þessa vikuna eru þrír leikir, tveir samkvæmt dagskrá og einn tvífrestaður leikur úr annarri umferð. Vikan byrjaði mjög vel. Mammútar hittu nánast úr öllum sínum skotum gegn Üllevål og þrátt fyrir heiðarlegar og góðar tilraunir áttu andstæðingarnir ekki erindi sem erfiði. Þegar upp var staðið höfðu Mammútar unnið allar umferðir leiksins og lokastaðan 13-0.
= = =
The agenda for this weeks includes three games for the Mammoths, two on regular curling nights (Monday and Wednesday) and one on Friday which has been postponed twice. The week started well for the Mammoths. They made almost every shot but the opponents didn't score, inspite of good attempts. Mammoths won all the ends and the game 13-0.
Íslandsmótið 2009 - KEA hótel deildarkeppnin - 4. umferð
Íslandsmótið 2009 - KEA hótel deildarkeppnin - 4. umferð, 23. febrúar. National Championship - KEA hotel Qualifications - 4th round, 23 February.
Liðsmenn/Players: 1. Haraldur (með Lifewave-plástur), 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi.
Víkingar | 2 | 3 | 5 | |||||
Mammútar | 1 | 1 | 4 | 1 | 7 |
Fínn leikur hjá Mammútum, eins og reyndar allir leikirnir í mótinu til þessa. Mammútar enn taplausir í mótinu.
= = =
A good game, as can be said about all the games so far. Mammoths haven't lost a game yet.
Íslandsmótið 2009 - KEA hótel deildarkeppnin - 3. umferð
Íslandsmótið 2009 - KEA hótel deildarkeppnin - 3. umferð, 18. febrúar.
National Championship - KEA hotel Qualifications - 3 round, 18 February.
Liðsmenn/Players: 1. Sveinn, 2. Haraldur, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi.
Mammútar | 4 | 4 | 2 | 10 | ||||
Fífur | 4 | 2 | 3 | 9 |
Leikurinn gegn Fífunum varð ansi hreint sviptingasamur. Eftir tvær umferðir leit út fyrir að Fífurnar ætluðu hreinlega að taka Mammútana í nefið. Mammútar voru á öðru máli, bitu í skjaldarrendur og svöruðu kröftuglega fyrir sig. Staðan breyttist úr 6-0 Fífum í vil yfir í 8-6 Mammútum í vil. Kannski var það kæruleysi eða bara klaufaskapur en Mammútar gáfu aftur eftir forystuna með því að fá á sig 3 stig í fimmtu umferðinni. Lokaumferðin varð því spennandi og þegar kom að síðasta steini Fífanna virtust möguleikar Mammúta vera að fjara út en steinninn lenti á einhverju kuski og breytti um stefnu. Mammútar náðu 2 stigum í lokaumferðinni og unnu leikinn naumlega, 10-9.
= = =
The game against Fífurnar in the 3rd round went quickly back and forth. After two ends it looked like the Mammoths would be beaten up pretty badly. They didn't agree and turned the game from 0-6 to 8-6 in the fourth end, only to give back 3 stones in the fifth. But when the final stone from the opponent in the final end caugt something on the ice and changed its direction, the Mammoths were fortunate enough to score two and win the game by one stone, 10-9.
Íslandsmótið 2009 - KEA hótel deildarkeppnin - 2. umferð
Íslandsmótið - KEA hótel deildarkeppnin - 2. umferð (frestaður leikur) 6. mars
National Championship - KEA hotel Qualifying rounds - 2nd round (postponed game) 6 March
Liðsmenn/Players: 1. Sveinn, 2. Haraldur, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi.
Svartagengið | 3 | | | 1 | | 4 | ||
Mammútar | 6 | 1 | 2 | | 4 | 13 |
Mistök í tímatöku og ákvörðun um að sópa urðu til þess að lokasteinn Jóns Inga í fyrstu umferðinni sigldi í gegn og Svarta gengið fékk 3 stig. Mammútar létu það lítt á sig fá og svöruðu með 6 stigum í annarri umferð. Eftir það voru þeir eiginlega með leikinn í höndum sér, spiluðu vel og gáfu keppinautunum fá tækifæri. Með sigrinum eru Mammútar einir í efsta sætinu, hafa unnið alla leiki sína til þessa og eru með 12 stig þegar ein umferð er eftir af undankeppninni.
Leikurinn var úr 2. umferð undankeppninnar en hafði tvívegis verið frestað og var loks leikinn föstudagskvöldið 6. mars. Þetta var þriðji leikur Mammúta þá vikuna og þriðji sigurinn, 13-0, 9-1 og 13-4. Samtals unnu Mammútar 14 umferðir gegn 3 þessa vikuna og skoruðu 35 steina gegn 5. Ágæt vika.
= = =
A mistake in timing and sweeping call caused the Mammoth's last stone in the first end to run all the way through the house, giving away 3 stones to the opponent. The Mammoths showed the strength of the character in the team and came back with 6 stones in the second end. After that, the Mammoths controlled the game and gave the opponent few opportunities.
This was a game from the second round which had been postponed twice. This was the Mammoth's third game and third win this week, 13-0, 9-1 and 13-4. The Mammoths won 14 ends this week and lost only 3, scoring 35 stones against 5. Nice week.
Íslandsmótið 2009 - KEA hótel deildarkeppnin - 1. umferð
Íslandsmótið 2008 - KEA hótel deildarkeppnin - 1. umferð - 9. febrúar National championship, qualifying - 1. round - February 9th
Myndin var tekin þegar liðið fór út að borða á Strikinu sama dag og deildarkeppnin hófst. Málsverðurinn var verðlaun sem liðið nældi sér í með sigri í næsta móti á undan. Á myndinni eru, taldir frá hægri: Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason, Jens Kristinn Gíslason, Sveinn H. Steingrímsson og Haraldur Ingólfsson.
- - -
Liðsmenn í leiknum/Players: 1. Haraldur, 2. Jens, 3. Ólafur, 4. Jón Ingi
Mammútar | 3 | 2 | 3 | 8 | ||||
Riddarar | 2 | 2 | 2 | 6 |
Subscribe to:
Posts (Atom)