Wednesday, May 13, 2009
Landsliðið í krullu / Curling Team Iceland
Mammútar skipa nú landslið Íslands í krullu og ætla til Aberdeen í Skotlandi til þátttöku í Evrópumeistaramótinu sem haldið verður 4.-12. desember 2009. Með sigri á Íslandsmóti í krullu tryggir lið sér rétt til að leika fyrir Íslands hönd (sem landslið) á Evrópumótinu. Mammútar hafa nú í tvö ár í röð hampað Íslandsmeistaratitlinum og hafði nokkra yfirburði á Íslandsmótinu þetta árið, unnu alla leiki sína.
Eins og nafn liðsins gefur til kynna hafa menn stóra drauma en þurfa jafnframt á stuðningi að halda til að deyja ekki út. Liðsmenn hafa mikinn metnað til að keppa fyrir Íslands hönd við þá bestu frá öðrum Evrópulöndum en gera má ráð fyrir að á mótinu verði lið frá hátt í 30 Evrópulöndum. Við stefnum að sjálfsögðu að því að ná góðum árangri í mótinu en með þátttöku móti sem þessu öðlumst við sjálfir reynslu, náum framförum og getum um leið stutt við þróun og uppgang íþróttarinnar hér heima.
Landslið Íslands: Jón Ingi Sigurðsson fyrirliði, Ólafur Númason, Jens Kristinn Gíslason, Haraldur Ingólfsson og Sveinn H. Steingrímsson varamaður.
Nánari upplýsingar um liðið og þátttöku þess í mótum hér innanlands er að finna á Facebook-síðu liðsins en þar heitum við: Krulla Landslidid og á vef Krulludeildar Skautafélags Akureyrar, www.curling.is.
= = =
The Mammoths are now Curling Team Iceland and are headed to Aberdeen, Scotland to play in the European Curling Championship, December 4-12, 2009. Winning the Icelandic Championship gives a team the right to represent Iceland at the ECC. The Mammoth team has now won the Icelandic Championship two years in a row, both years without losing a game.
This website, as well as the person "Krulla Landslidid" on Facebook, are created to deliver news about the team and to seek support to pay for the cost of participating in the ECC. We are ambitious, we want to do well in Aberdeen and gain more experience at international level and by that take part in promoting and developing this wonderful sport in Iceland.
Mammoths - Curling Team Iceland: Jón Ingi Sigurðsson skip, Ólafur Númason third, Jens Kristinn Gíslason second, Haraldur Ingólfsson lead og Sveinn H. Steingrímsson alternate.
Sunday, May 10, 2009
2008-2009 - Frábær árangur / Great Season!
Óhætt er að segja að Mammútar hafi átt frábæran vetur á svellinu. Liðið stendur uppi með 5 gullverðlaun og ein silfurverðlaun eftir veturinn. Vegna mannabreytinga og anna sleppti liðið úr tveimur mótum í nóvember og desember.
Alls lék liðið 34 leiki á mótum vetrarins, vann 29, gerði eitt jafntefli og tapaði fjórum sinnum. Meðal annars fór liðið taplaust í gegnum Íslandsmótið en aðeins einu liði hefur tekist það áður. Liðið sigraði í Gimli Cup, Janúarmótinu, KEA hótel deildarkeppni Íslandsmótsins, úrslitakeppni Íslandsmótsins og Marjomótinu og endaði í 2. sæti Ice Cup, varð reyndar efst þar í undankeppninni en missti af titlinum eftir tap í úrslitaleik.
Athyglisvert er að þeir leikir sem liðið vann ekki í vetur voru bara gegn tveimur liðum, Skyttunum og Görpum. Skytturnar sigruðu Mammúta þrisvar í vetur, þar á meðal í úrslitaleik Ice Cup. Garpar náðu að vinna Mammúta einu sinni og gera einu sinni jafntefli.
Liðsmenn Mammúta í vetur voru (í stafrófsröð): Arnar Sigurðsson, Haraldur Ingólfsson, Jens Kristinn Gíslason, John Júlíus Cariglia, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason og Sveinn H. Steingrímsson. Arnar og John léku með liðinu í upphafi vetrar en lögðu svo skóna á hilluna. Jens kom inn í liðið í haust og Haraldur um áramótin. Jón Ingi og Ólafur léku með liðinu í öllum mótum vetrarins eins og þeir hafa gert frá stofnun liðsins 2004. Sveinn hefur verið varamaður í liðinu frá áramótum.
Gimli Cup 29. september-27. október 2008
1. sæti – 6 sigrar, 1 tap
Akureyrarmót og Bikarmót 2008
Mammútar tóku sér frí.
Janúarmótið 5. janúar-2. febrúar 2009
1. sæti – 5 sigrar, 1 tap.
Íslandsmótið - KEA hótel deildarkeppnin 9. febrúar – 9 .mars
1. sæti - 7 sigrar
Íslandsmótið – úrslitakeppni 13.-14. Mars
1. sæti - 3 sigrar
Marjomótið 23. mars-6. apríl
1. sæti (eftir skotkeppni) – 3 sigrar, 1 jafntefli, 1 tap
Ice Cup 30. apríl-2. maí
2. sæti – 5 sigrar, 1 tap (1. sæti í undankeppni)
= = =
It is safe to say that the team had a great season, winning 5 golds and 1 silver. We played in total 34 games, won 29, lost 4 and one ended in a tie. Three of the four lost games were against the same team, Skytturnar, the team that beat us in the final game of Ice Cup. One loss and the tie was against team Garpar.
As national champions, the team is headed to Aberdeen in December to compete in the B-group of the European Curling Championship. Last year it was the intention to play in the ECC but sudden and unexpected setbacks in the economy made that impossible.
Seven players have been associated with the team this season. In the beginning Arnar Sigurðsson and John Júlíus Cariglia started the season but then "retired". Jens Kristinn Gíslason joined the team in the beginning of the season and Haraldur Ingólfsson in the beginning of 2009. Jón Ingi Sigurðsson and Ólafur Númason have played with the team since it was formed in 2004. Sveinn H. Steingrímsson joined the team as an alternate in January.
Ice Cup 2009
Ice Cup 30/4-2/5 2009
Árangur: 2. sæti eftir tap í úrslitaleik, 5 sigrar í undankeppni
Liðsmenn: Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason, Jens Kristinn Gíslason, Haraldur Ingólfsson.
Eftir að hafa unnið alla leiki forkeppninnar hittu Mammútar á slæman dag og andstæðinga sem spiluðu mjög vel í úrslitaleiknum. Fátt gekk upp, margir steinar fóru annað en þeir áttu að fara og höfðu keppinautarnir töglin og hagldirnar næstum frá byrjun. Þegar munurinn var orðinn 7 stig eftir 7 umferðir ákváðu Mammútar að láta gott heita.
After having won all the games in the Schenkel-system, coming to the gold medal game with the record 5-0, the team did not do what they needed to do in the final, against a team that played well. Few things went right, many stones ended up where they were not supposed to end up. When the Mammoths were trailing by 7 poinst and only one end to go they decided to call it a day.
Úrslitaleikur/Gold medal game
Skytturnar | 1 | 2 | 1 | 3 | 2 | x | 9 | ||
Mammútar | 1 | 1 | x | 2 | |||||
5. umferð | |||||||||
Mammútar | 1 | 2 | 1 | 2 | 6 | ||||
Riddarar | 1 | 3 | 1 | 5 | |||||
4. umferð | |||||||||
Víkingar | 2 | 3 | 1 | 6 | |||||
Mammútar | 3 | 1 | 4 | 2 | 10 | ||||
3. umferð | |||||||||
Mammútar | 3 | 1 | 1 | 1 | 6 | ||||
Bragðarefir | 1 | 1 | 1 | 3 | |||||
2. umferð | |||||||||
Mammútar | 2 | 1 | 1 | 1 | 5 | ||||
Ísmeistarar | 1 | 1 | 1 | 3 | |||||
1. umferð | |||||||||
Svarta gengið | 1 | 1 | 1 | 3 | |||||
Mammútar | 1 | 4 | 1 | 1 | 7 |