Friday, January 7, 2011

Árið 2010 í hnotskurn

Krullumaður ársins: Okkar maður, Jens Kristinn Gíslason.

Okkar maður enn einu sinni krullumaður ársins
Undir lok ársins var liðsmaður Mammúta, Jens Kristinn Gíslason, valinn krullumaður ársins. Þetta er þriðja árið í röð og fjórða skipti alls sem leikmaður liðsins hlýtur þennan heiður. Skemmtileg frétt á vef SA hér.

Árangur á árinu:
Utan svells:
Þrír liðsmenn eignuðust barn á árinu, þeir Óli, Jón Ingi og Jens.

Á svellinu:
20 sigrar, 14 töp.

Áramótamótið
: Liðsmenn í 1., 2., 3. og 5. sæti (dregið í lið)
Aðventumótið: Liðsmenn í 1. og 3. sæti (einstaklingskeppni)
Bikarmótið: Undanúrslit
Gimli Cup: 6. sæti
Akureyrarmótið: 4. sæti
Evrópumótið, C-keppni: Þrír liðsmenn fóru utan (Halli, Jens, Sveinn): 4 sigrar, 2 töp, 3. sæti
Ice Cup: Í fríi - liðsmenn spiluðu með öðrum liðum
Íslandsmótið: Sigurvegarar
Deilarkeppni Íslandsmótsins: Sigurvegarar
Janúarmótið: Sigurvegarar

No comments:

Post a Comment