Wednesday, January 20, 2010

Silfur í Gimli Cup 2009, Gull í Janúarmótinu 2010


Eftir brösótta byrjun á keppnistímabilinu (neðstir í Akureyrarmótinu, duttum út í fyrstu umferð Bikarmótsins) lifnuðu Mammútar aðeins við og náðu silfrinu í Gimli Cup (markmiðið var þó að sjálfsögðu að verja bikarinn), gerðu síðan auðvitað góða ferð á Evrópumótið í Aberdeen og hófu svo nýtt ár með því að vinna Janúarmótið án þess að tapa leik.

Frá hausti og fram að áramótum unnu Mammútar 6 leiki og töpuðu 6 hér heima og unnu 2 en töpuðu 7 ytra. Það sem af er ári 2010 hefur liðið hreint borð, hefur unnið alla fjóra leiki sína.

Þar sem bloggritara hefur alveg láðst að segja hér fréttir af Gimli Cup og Janúarmótinu þá verða hér slegnar tvær flugur í einu höggi.

Janúarmótið - 4.-18. janúar 2010
Árangur: 1. sæti, 4 sigrar
Jón Ingi, Ólafur, Jens, Haraldur, Sveinn
Úrslitaleikur: Mammútar - Garpar  8-2
B-riðill
Mammútar - Büllevål  10-4
Mammútar - Fífurnar  6-3
Mammútar - Riddarar  10-0

Gimli Cup - 2.-30. nóvember 2009


Árangur: 2. sæti, 5 sigrar, 2 töp
Jón Ingi, Ólafur, Jens, Haraldur, Sveinn

Mammútar - Üllevål  10-2
Mammútar - Víkingar  4-6
Mammútar - Svarta gengið  5-4
Mammútar - Fífurnar  8-2
Mammútar - Garpar  6-3
Mammútar - Skytturnar  8-9
Mammútar - Riddarar  9-2